Pistlar:

26. nóvember 2024 kl. 18:15

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu

Einhver mesta breyting sem hefur orðið á íslensku samfélagi síðustu tvo áratugi er annars vegar fjölgun fólks af erlendum uppruna hér á landi og síðan gríðarleg ásókn hælisleitenda inn í landið. Eðlilega hefur þetta komið róti á marga og haft áhrif á þjóðmálaumræðuna. Lengi vel voru þessi mál hálfgert tabú og margir sjálfskipaðir umræðustjórar landsins reyndu að fela tölfræði og upplýsingar á bak við menningarpólitíska umræðu sem bjó til skautun sem tengdist lítið eða ekkert sjálfu umræðuefninu.

Enn erum við að fást við hálfgerðan feluleik í umræðunni og þó að fjölmiðlar séu að fjalla um mál sem tengist þessum málaflokki virðast þeir annaðhvort missa af fréttapunktunum í eigin fréttum eða hundsa augljós merki um öfugþróun sem notendur þeirra eiga þó rétt á að vita um.Skjámynd 2023-10-23 133111

15 manna fylgdarher

Í gær var frétt á Vísi sem var ágætt dæmi um þetta. Þar var rætt við Marín Þórsdóttur, verkefnastjóra heimferðar- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, deild sem margir höfðu kannski ekki miklar upplýsingar um. Deildin hét áður stoðdeild ríkislögreglustjóra en heitir nú heimferðar- og fylgdadeild. Alls eru um fimmtán manns í vinnu hjá þessari deild ríkislögreglustjóra sem sjá um þessar fylgdir. Það segir sig sjálft að þessu fylgir gríðarleg útgjöld og þau útgjöld eru ekki inni í tölum um kostnað af hælisleitendakerfinu.

Samhliða fjölgun meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur þeim fjölgað sem þarf að fylgja úr landi eftir að þau hafa fengið endanlega synjun um vernd. Í október voru hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra um 230 opnar verkbeiðnir um fylgd úr landi. Þar af voru 58 konur, 103 karlmenn og 69 börn. Í frétt Vísis kemur fram að tölurnar breytast ört en fjöldi verkbeiðna hefur verið í kringum 200 í þó nokkurn tíma.

Í fréttinni er bent á að í september síðastliðnum hafi á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins verið fjallað um mikla fjölgun umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli ára. Þar kom til dæmis fram að á þessu ári hafi 1.165 einstaklingar farið frá landinu í annaðhvort sjálfviljugri brottför eða þvingaðri. Þetta er tölfræði sem almenningur áttar sig ekki á en allt þetta útheimtir gríðarlega vinnu hjá löggæsluyfirvöldum. Marín bendir á að ekki megi gleyma því að áður en mál þeirra sem hér sækja um hæli koma á borð lögreglu hafi allir umsækjendur farið í gegnum langt og strangt ferli hjá Útlendingastofnun.Skjámynd 2023-10-23 140354

Gríðarleg fjölgun erlendra brotamanna

Fjölda brotamanna sem er fylgt úr landi hefur á þessu tímabili fjölgað verulega. Árið 2019 var fimm brotamönnum fylgt úr landi og fjórum árið á eftir. Árið 2021 voru þeir 11 og svo 15 árið 2022. „Árið 2023 er svo stórt stökk þegar 57 brotamönnum er fylgt úr landi en það sem af er árinu 2024 hefur 40 brotamönnum verið fylgt úr landi,“ segir Malin í viðtalinu. Nú má spyrja: Hvað gerðu allir þessir brotamenn áður en þeim var fylgt úr landi? Jú, þeir brutu af sér sem staðfestir það sem vitað er að íslenskir dómstólar eyða stöðugt meiri tíma við að fást við erlenda brotamenn. Þegar málaskrár dómstólanna eru skoðaðar sést að útlensk nöfn eru þar í meirihluta en mikil viðkvæmni ríkir fyrir því að vinna slíka tölfræði. Upplýsingar þær sem Malin veitir gefa þó vísbendingar um umfangið.

Jafn og stöðugur straumur fylgdarlausra barna

Um líkt leyti og frétt Vísis birtist var Ríkisútvarpið með viðtal við Söndru Bjarnadóttur en hún er annar tveggja verkefnastjóra fylgdarlausra barna en báðir verkefnastjórarnir eru í fullu starfi í verkefninu. Þessi frétt sagði líka aðra sögu en fréttamaðurinn áttaði sig á. Í því sambandi má rifja upp að eitt sinn var sagt að í Afganistan væri því þannig háttað að elsti sonurinn ætti að sjá um foreldrana, sá næst elsti gengi til liðs við Talibana og sá yngsti freistar gæfunnar erlendis. Þannig væri áhættudreifing venjulegrar afganskrar fjölskyldu. Þó að þetta sé bara saga sem á sér engan höfund er vitað að svona háttar málum, ungmennum er beitt til að fjölskyldur nái fótfestu í nýju landi. Þau eru leyst úr haldi með fjármuni til að komast á leiðarenda. Við sáum það greinilega í Solaris-málinu að á öllum landamærum þarf að múta vörðunum. Í öðrum tilvikum þarf að semja við glæpahópa.

Í frétt RÚV kom fram að frá byrjun árs fram í miðjan ágúst komu alls 41 fylgdarlaust barn í barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, aðallega drengir á aldrinum 15 til 18 ára sem sækja um alþjóðlega vernd. Fréttin ber með sér að hingað til lands komi jafn og stöðugur straumur ungra drengja sem hafa það ábyrgðarhlutverk að búa til fótfestu fyrir fjölskyldu sína í nýju landi. Þetta er ekki auðvelt ferðalag en eins og Sandra segir þá byrjar íslenska kerfið strax að styðja við þetta fyrirkomulag með því að hefja sína vinnu. „Mikið af börnunum hérna vilja svo fá foreldra og systkini sín til sín og við aðstoðum þá með það," segir Sandra. Svona er nú það.

Þessi dæmi sýna það álag sem víða er verið að búa til í kerfinu vegna hælisleitenda en kostnaður vegna þess kemur ekki fram í opinberum tölum.

mynd
25. nóvember 2024

Auðlegðarskattur kostaði norska ríkið mikla fjármuni

Árið 2022 hækkaði norska ríkisstjórnin auðlegðarskatt upp í 1,1% og birti um leið áætlanir um að hann myndi skila sem svaraði 146 milljónum dollara í viðbótarskatttekjur. Reyndin var sú að einstaklingar sem áttu eignir upp á nettóvirði um 54 milljarða dala tóku sig upp og fluttu fóru úr landi. Það leiddi til 594 milljóna tapaðra skatttekna. Raunlækkun nam því 448 milljónum dala. Stjórnarskipti meira
mynd
22. nóvember 2024

Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni

Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag viðkomandi ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið. Stjórnarskráin er því grunnrit og nokkurskonar sáttmáli meira
mynd
20. nóvember 2024

Ólafur Ragnar afhjúpar vanhæfi Jóhönnu-stjórnarinnar

Stundum mætti halda að það eina sem ekki hefur afleiðingar í íslenskum stjórnmálum sé vanhæfni. Í stuttu máli má segja að það að taka ákvörðun sem kostar skattgreiðendur 100 milljarða hafi minni afleiðingar en að skila inn röngum reikningi upp á 10 þúsund krónur. Þetta kemur upp í hugann þegar ný bók eftir fyrrverandi forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, er lesin en hún fjallar að stærstum hluta meira
mynd
17. nóvember 2024

Pólitísk saga í aðdraganda kosninga

Fyrir mörgum vefst að greina íslensk stjórnmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Eftir bankahrunið hefur það gerst að fjórflokkurinn gamli hefur misst stöðu sína og nú eru 10 til 12 framboð fyrir hverjar kosningar. Það leiðir af sjálfu sér að mörkin á milli flokkanna verða óskýrari eftir því sem þeim fjölgar og stundum virðast stjórnmálafræðingar nútímans standa heldur skýringarlitlir gagnvart meira
mynd
13. nóvember 2024

Kosning Trumps: Fremur óvissa en áframhald

Bandaríski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Francis Fukuyama segir að gríðarsterkur sigur Donalds Trump og Repúblikanaflokksins í síðustu viku muni leiða til mikilla breytinga á mikilvægum málaflokkum, allt frá innflytjendamálum til stríðsins í Úkraínu. Hann segir að þó að mikilvægi kosninganna nái langt út fyrir þessi tilteknu málefni. Niðurstaðan tákni í raun afgerandi höfnun bandarískra kjósenda meira
mynd
11. nóvember 2024

Íslensk fiskihagfræði í fremstu röð

Í síðustu viku var gefin út bókin Fish, Wealth, and Welfare (Fiskur, fé og farsæld) eftir Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. Í tilefni útgáfunnar héldu hagfræðideild Háskóla Íslands og RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, alþjóðlega ráðstefnu um fiskihagfræði í hátíðarsal Háskóla Íslands. Bókin hefur að geyma tíu merkustu ritgerðir Ragnars á meira
mynd
8. nóvember 2024

Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?

Hlutabréf víða um heim tóku kipp í gær í kjölfar methækkunar bandarískra hlutabréfa, eftir að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Það varð meira að segja 3% hækkun á bréfum kínverskra stórfyrirtækja. Af þessu má ráða að fjárfestar eru bjartsýnir á að Trump vilji örva markaði fremur en að hækka tolla þó að hann hafi sannarlega nefnt það, kalli bandarískir hagsmunir á slíkt. Engum dylst að meira
mynd
7. nóvember 2024

Donald Trump með pálmann í hendinni

Donald Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, sá 47. í röðinni. Sigur hans er mjög afgerandi, hann fær bæði fleiri kjörmenn og einnig hlaut hann fleiri atkvæði á landsvísu (popular vote) en keppnauturinn. Fyrstur repúblikana til að gera það síðan 2004. Sigur hans er einstakur, segir Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og undir það skal tekið. Fyrir suma kom þessi sigur á óvart meira
mynd
5. nóvember 2024

Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan

Öflugur hlutabréfamarkaður er oftast talinn til vitnis um sterkt hagkerfi sem byggir á góðri löggjöf, hefur sterkt regluverk og býr yfir pólitískum fyrirsjáanleika. Það sjá allir að til lítils er að bjóða hlutabréf til sölu þar sem ríkir pólitísk óvissa og eignarrétturinn stendur höllum fæti. En um leið er vandasamt að skapa nauðsynlegt traust og jafnvægi í kringum hlutabréfamarkaðinn og enn sem meira
mynd
3. nóvember 2024

Bubbi, þorpið og réttu fiskarnir

Á forsíðu nýs Sportveiðiblaðs eru feðgarnir Bubbi Morthens og Brynjar Úlfur Morthens en í viðtali í blaðinu ræða þeir veiðiferð sína í Laxá í Aðaldal sem er ein dýrasta veiðiá landsins. Gera má ráð fyrir að dagurinn kosti þá feðga 300 til 400 þúsund krónur. Þeir tala um að þarna muni þeir veiða um ókomna framtíð. Þetta virðist ánægjulegt og öfundsvert líf og ekki spillir að Bubbi lætur mynda sig í meira
mynd
31. október 2024

Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir

Þó að heiti flokkanna séu ólík þá er mörgum vinstri mönnum í Evrópu tamt að tala um sjálfa sig sem jafnaðarmenn og undir þeim merkjum klappa þeir hvor öðrum á bakið þegar vel gengur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði innilega kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Sir Keir Starmer. Kristrún dvaldist með föruneyti sínu í herbúðum meira
mynd
30. október 2024

Hagkerfið kólnar og bréfin hækka

Einstaka sinnum kemur hlutabréfamarkaðurinn skemmtilega á óvart. Það sést best af því að þar hafa verið allnokkrar hækkanir undanfarið þrátt fyrir að margt bendi til þess að ástandið í hagkerfinu sé heldur að versna. Við sjáum vaxandi atvinnuleysi, óvissu með loðnuvertíð, jafnvel lækkun á eignaverði og almennt vaxandi óvissu. Allt þetta gæti þó haft í för með sér rækilega vaxtalækkun þegar meira
mynd
28. október 2024

Lægri fæðingartíðni lækkar mannfjöldaspár

Verulegar lýðfræðilegar breytingar eru í gangi víða um heim og fæðingartíðni heldur áfram að vera undir því sem mannfjöldaspár sögðu til um. Meira en helmingur hagkerfa heimsins, þar sem búa tveir þriðju hlutar jarðarbúa, er nú með frjósemi undir 2,1 barni á konu en það er sú tala sem þarf til að viðhalda mannfjölda. Án aðgerða mun meðalaldur landanna verða hærri og hærri og íbúum þeirra svo fækka meira
mynd
25. október 2024

Söngvar til sársaukans eða hnípin þjóð í vanda

Fyrir stuttu kom út ný ljóðabók eftir Valdimar Tómasson sem ber heitið Söngvar til sársaukans. Valdimar var í viðtali við helgarblað Morgunblaðsins þar sem rætt var um ljóðabókina. Þar sagði Valdimar: „Þetta er ljóðaflokkur þar sem fjallað er um þann tilvistarlega og tilfinningalega sársauka sem nútímamaðurinn virðist lifa við. Maður opnar varla fjölmiðil eða útvarp án þess að þar séu meira
mynd
23. október 2024

Sósíalistar í útgerð

Það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar framundan og frambjóðendur eru farnir að leggja stefnu sína og sýn á þjóðfélagið fyrir kjósendur. Sósíalistaflokkur Íslands býður nú fram í annað sinn á landsvísu og virðist ætla að taka við af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði (VG) sem forystuafl þess sem stundum er kallað „vilta vinstrið“ og túlkar ýtrustu sýn og meira
mynd
18. október 2024

Um hvað snýst kosningabaráttan?

Kosningar hellast yfir landsmenn með skömmum fyrirvara en kosið verður eftir 43 daga. Þriggja flokka stjórn hverfur af vettvangi og fátt bendir til annars en að stjórnarmyndun verði flókin eftir kosningar og ný ríkisstjórn krefjist aðkomu að minnsta kosti þriggja flokka. Hugsanlega er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2013 síðasta tveggja flokka stjórn landsins, þó auðvitað sé meira
mynd
16. október 2024

Veruleiki íslenska hagkerfisins

Í gær voru tveir fundir sem fjölluðu um íslenskt efnahagslíf, samkeppnishæfni landsins og þau tækifæri sem eru framundan. Að því leyti voru þessir fundir dálítið á skjön við fyrsta kosningafundinn í aðdraganda kosninga sem fór fram í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu kvöldið á undan. Á meðan pólitísk óvissa hefur helst yfir landsmenn reynir atvinnulífið að meta ástand og horfur út frá efnahagslegum meira
mynd
14. október 2024

Glæpir og innflytjendur í Marseille

Fyrir stuttu fór frétt um það að 15 ára piltur í frönsku borginni Marseille í Frakklandi hefði verið stunginn 50 sinnum og brenndur til bana eins og eldur um sinu um hinn vestræna heim. Tengd atburðarás leiddi til þess að 14 ára leigumorðingi drap 36 ára gamlan bílstjóra sem átti sér einskis ills von. Þegar málið var skoðað kom í ljós að svæsin glæpaalda gengur yfir í borginni og morð og meira
mynd
10. október 2024

Að segja söguna um Icesave

Það kom mörgum á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherrann, skyldi birtast í pólitíska spjallþættinum Silfrinu á mánudagskvöldið. Þar hrukku margir við þau ummæli hans að Icesave-málið hefði í raun aldrei verið neitt mál, þrotabú Landsbankans hefði greitt útistandandi innistæður eins og allir hefðu vitað allan tímann! Þetta er reyndar ekki með öllu ný fullyrðing og hefur meira