c

Pistlar:

22. maí 2016 kl. 13:28

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Að öllu jöfnu er starfsemi áliðnaðarins á Íslandi uppspretta neikvæðra frétta en við þetta tilefni birtust þó margvíslegar tölur sem má hafa í huga. Verða nokkrar þeirra raktar hér.

Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram í máli Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, á árs­fundi sam­tak­anna í Kaldalóni í Hörpu á miðvikudaginn eins og var rakið ágætlega á mbl.is.

Alls fluttu ál­ver­in út tæp 860 þúsund tonn af áli og álaf­urðum á síðasta ári. Magnús Þór sagði að inn­lend út­gjöld ál­vera hafi numið um 92 millj­örðum króna á síðasta ári eða rúm­um 250 millj­ón­um á dag, hvern einasta dag ársins.Þrátt fyr­ir lægra ál­verð á síðasta ári hafi út­gjöld­in verið tíu millj­örðum hærri en árið þar á und­an.ál

Raforkukaup áliðnaðarins námu 41 milljarði króna

Sam­an­lögð raf­orku­kaup ál­vera á Íslandi námu um 41 millj­arði árið 2015 og er þá miðað við meðal­verð Lands­virkj­un­ar til stóriðju. „Það und­ir­strik­ar mik­il­vægi áls­ins að á grunni samn­inga ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja við áliðnaðinn hef­ur byggst upp eitt öfl­ug­asta raf­orku­kerfi í heim­in­um, þrátt fyr­ir að Íslend­ing­ar séu fá­menn þjóð í stóru og harðbýlu landi,“ sagði Magnús í er­indi sínu. Orkuverð til álvera hefur verið talsvert til umræðu og skammt er síðan gengið var frá samningi Landsvirkjunar við Norðurál um orkukaup þegar núverandi samningur rennur út 2019. Viðmiðum orkuverðs hefur verið breytt og tengjast nú meira en áður heimsmarkaðsverði á orku en ekki áli. Hvort það er heppileg breyting á eftir að koma í ljós en fyrir henni eru þó margar skynsamar ástæður. Á fundinum komu þó fram upplýsingar um að orkuverð í Norður-Evrópu (NordPol) gæti þróast til lækkunar á meðan álverð getur hækkað. Um framtíðina er erfitt að spá en ljóst er þó að spár undanfarinna ára um breytingar á orkuverði í Evrópu hafa ekki gengið eftir eins og Gunnar Tryggvason sérfræðingur hjá KPMG rakti ágætlega í sínu erindi á ársfundinum.

Í máli Magnúsar kom fram að starfs­menn ál­vera á Íslandi voru um 1.500 í fyrra, en auk þess hafi fast­ir starfs­menn verk­taka inni á ál­vers­svæðunum verið um 530. „Það hef­ur skapað fyr­ir­tækj­um í heima­byggð marg­vís­leg tæki­færi þegar ál­ver út­hýsa þeirri starf­semi, sem heyr­ir ekki til kjarn­a­rekstr­ar þeirra,“ sagði Magnús.Hann sagði þetta sam­fé­lags­lega ábyrga stefnu sem stuðlaði að upp­bygg­ingu þjón­ustu í nærsam­fé­lag­inu og skapaði tæki­færi fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki til að vaxa. Hag­fræðistofn­un hefði metið það svo í sinni skýrslu frá 2009 að störf í áliðnaði ásamt af­leidd­um störf­um væru um fimm þúsund á Íslandi.

Greiddu sex millj­arða í skatta og gjöld

Þá hafi laun og launa­tengd gjöld numið um sex­tán millj­örðum í fyrra, en Magnús Þór benti á að kjarak­ann­an­ir hefðu ít­rekað sýnt að ál­fyr­ir­tæk­in greiði um­tals­vert hærri laun en meðallaun eru á al­menn­um vinnu­markaði. Skatt­ar og op­in­ber gjöld ál­fyr­ir­tækj­anna námu um sex millj­örðum árið 2015. Það jafngildir því að á fjögurra ára fresti borgi áliðnaðurinn allan kostnað við framhaldsskólakerfi landsins. Inn í þetta er ekki reiknað aðrar skattgreiðslur iðnaðarins, svokallað skattspor sem er vitaskuld umtalsvert hærra.

Álver á Íslandi greiddu tæpa 30 millj­arða fyr­ir kaup á vör­um og þjón­ustu af hundruðum fyr­ir­tækja í fyrra og eru raf­orku­kaup þá und­an­skil­in. „Ekki þarf að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi álfram­leiðslu á Íslandi fyr­ir þessi fyr­ir­tæki, en þrátt fyr­ir að ál­verð hafi verið lágt síðasta árið er grósk­an mik­il í ís­lensk­um áliðnaði,“ sagði Magnús.

Nýfjárfestingar upp á 4 milljarða

Til marks um það nefndi hann að ný­fjár­fest­ing­ar námu rúm­um fjór­um millj­örðum króna. Ljóst væri að áhugi fyr­ir­tækj­anna stæði til að fjár­festa frek­ar í sín­um rekstri á Íslandi á næstu árum.

Hafa má í huga að í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands frá því í fyrra kom fram að heild­ar­fram­lag álklas­ans til lands­fram­leiðslu hafi numið ná­lægt 6,8% á ár­un­um 2011 og 2012, en það sam­svar­ar um 120 millj­örðum árið 2012. Ef einnig er horft til eft­ir­spurn­aráhrifa var fram­lagið tæp 9% árið 2012 eða um 160 millj­arðar.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.