c

Pistlar:

25. september 2018 kl. 10:36

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Ísland skorar vel í lífsgæðum

Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar (SPI) sem var kynntur fyrir nokkrum dögum. Ísland var í 3. sæti á listanum í fyrra. Norðurlöndin raða sér í efstu sæti sem fyrr; Noregur er í efsta sæti listans, Finnland í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. Svíþjóð er í 11. sæti. Ísland og Noregur eru einu Norðurlöndin sem hækka sig á listanum milli ára, hin þrjú löndin lækka.

Á þessum vettvangi hefur oft verið fjallað um SPI mælikvarðann en vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Þetta er í fimmta skipti sem Social Progress Imperative birtir lista sem byggður er á vísitölu félagslegra framfara. Það er athyglisvert að Ísland hefur verið vettvangur fyrir marga af helstu fundum SPI og ástæða til að vekja athygli á því að í fyrramáli verður haldin morg­un­verðar­fundur SPI á Íslandi í Ari­on­banka þar sem niður­stöður og sam­an­b­urður við helstu þjóðir verða kynnt­ar. Sérstaklega verður forvitnilegt að heyra af árangri Kópavogsbúa sem hafa tekið upp aðferðafræði SPI, fyrstir íslenskra sveitarfélaga.

Íslend­ing­ar eru fremst­ir í 12 flokk­um

Ef niðurstaðan núna er skoðuð kemur í ljós að Íslend­ing­ar eru fremst­ir í 12 flokk­um af 51 á list­an­um. Hér á landi er til dæmis vannær­ing minnst, ung­barnadauði og dán­artíðni mæðra við fæðingu einnig minnst og þá er á Íslandi best aðgengi að drykkjar­vatni. Íslend­ing­ar standa einnig öðrum fram­ar í já­kvæðu viðhorfi til sam­kyn­hneigðra auk þess sem umb­urðarlyndi gagn­vart minni­hluta­hóp­um er hvergi í heim­in­um meira.

Þegar kemur að um­hverf­is­gæðum er Ísland í 17. sæti og veg­ur þar þungt meðhöndl­un frá­veitu sem og slök frammistaða við vernd­un líf­rík­is­ins en þar er Ísland í 84. sæti. Íslend­ing­ar ættu að geta gert bet­ur í ýms­um flokk­um, þar á meðal þegar kem­ur að aðgengi að lág­marks­hrein­læti, en þar er Ísland í 32. sæti. Ætla má að þar sé auðvelt að bæta úr.progress

Meðaleinkunn lækkar

Úttektin 2018 sýnir niðurstöður fyrir 146 þjóðar alls staðar í heiminum byggða á 51 vísi sem allir byggja á útkomu og segja til um hvernig okkur hefur tekist uppi. Hér er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa frá upphafi mælinga 2013. Það eru vonbrigði að meðaleinkunn á 2017 listanum er 63.46 og lækkar milli ára, var 64.85 í fyrra. Sé litið á heim­inn í heild bæta 133 þjóðir af 146 sig á milli ára. Mest­ar eru fram­far­irn­ar í Asíu og í Afr­íku sunn­an Sa­hara. Aft­ur­för er hins veg­ar hjá Tyrklandi og Banda­ríkj­un­um. 75 af 146 þjóðum sýna merki um versn­andi þróun borg­ara­legra rétt­inda.


Áherslur á félagslegar umbætur og framfarir sem taka til fleiri þátta en efnahagslegra verðmæta einna hafa aukist verulega á síðustu árum og sennilega aldrei verið mikilvægari. Enda krafa fólks um aukin lífsskilyrði stöðugt að aukast. Því er mikilvægt að horfa til annarra mælikvarða en fjárhagslegra mælikvarða. Vísitala félagslegra framfara endurspeglar heildstæða mynd af samfélagslegum og umhverfislegum þáttum og aðgreinir sig með því frá öðrum mælikvörðum. Vísitalan sýnir einungis útkomu, dregur fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar. Hún er vísir að einstökum mælikvarða til að gera raunverulegan samanburð á milli ríkja og einstakra svæða.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.