Efnahagur Venesúela er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda. Þörfin fyrir neyðaraðstoð eykst stöðugt. Þrír af hverjum fjórum Venesúelamönnum búa við mikla fátækt eða algera örbyrgð (e. extreme poverty), að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Ekkert lát er því á þeirri alvarlegu efnahagskreppu sem þessi olíuríkra þjóð hefur búið við í áraraðir. Vísindamenn við Andrés Bello kaþólska háskólann (UCAB) gerðu rannsóknina og þeir tengdu aukningu fátæktar við heimsfaraldurinn og eldsneytiskreppu.
En efnahagurinn var hrunin löngu áður. Allt síðan 2014 hefur landið þjáðst af skorti á nauðsynjavörum og óðaverðbólgu og er svo komið að milljónir manna þurfa á aðstoð að halda. Það kemur til viðbótar gríðarlegum straumi flóttamanna en menntað fólk hefur flúið umvörpum. Sósíalistastjórnin í Venesúela hefur ekki tjáð sig að því er kemur fram í frétt BBC en viðkvæði þeirra er ástandið sé refsiaðgerðum Bandaríkjanna sé um að kenna. Nú síðast hafi hertar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn olíuútflutningi, sem kynntar voru vegna umdeildra forsetakosninga 2018, stuðlað að kreppunni. Um ástandið í landinu hefur verið oft fjallað í pistlum hér.
Sósíalísk óstjórn
Gagnrýnendur segja hins vegar að kreppan sé afleiðing af óstjórn efnahagsmála í tíð Nicolás Maduro forseta og ein sönnun en á því að sósíalískar stjórnir geta ekki ráðið við efnahagstjórn. Atburðarásin er þekkt. Opinber þjónusta hefur hrunið, atvinnuleysi hefur stóraukist og staðbundinn gjaldmiðill - bólivarinn - er nánast einskis virði.
Samkvæmt skýrslunni, National Survey of Living Conditions (Encovi), jókst mikil fátækt í 76,6% en var 67,7% í fyrra. Fólk er talið búa við mikilla fátækt þegar það lifir á minna en 1,90 bandaríkjadölum (£ 1,40) á dag sem jafngildir um 250 krónum.
Langvarandi eldsneytisskortur, sem versnaði árið 2020, og lokanir sem settar voru á til að hefta útbreiðslu Covid-19, voru helstu þættirnir, sagði rannsóknin. Þeir fátækustu urðu verst úti vegna þess að þeir gátu ekki fengið vinnu í landinu þar sem annar hver starfandi maður vinnur í einhverskonar neðanjarðarhagkerfi og margir vakna að morgni án þess að vita hvort dagurinn færir þeim tekjur eða mat.
Auknin fátækt snýr í raun við þeim litla bata sem sást á síðasta ári, sem kom eftir að stjórnvöld hófu beint millifærslu til þeirra sem voru í neyð og innleiddu ákveðnar efnahagslegar breytingar, þar á meðal slökun á verðlagseftirliti.
Sex núll skorin af bólívarnum
Seðlabankinn í Venesúela gaf í liðinni viku út nýja peningaseðla. Við það tækifæri voru sex núll skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Þetta er í þriðja sinn á þrettán árum sem stjórnvöld grípa til þess ráðs að skera nokkur núll af bólívarnum og í þetta sinn fuku sex núll. Milljón bólívarar gærdagsins verða að einum. Hagkerfi Venesúela hefur rýrnað um áttatíu af hundraði frá árinu 2013. Fjármálastjórnin hefur verið í ólestri árum saman og við bætist stjórnarkreppa síðustu ára.
Þrátt fyrir að hafa stærstu olíubirgðir í heimi hefur Venesúela lítið getað ráðið við þróunina þegar olíuiðnaðarunni hrynur en hann ber ábyrgð á næstum öllum tekjum ríkisins. Ástæðan er margra ára óstjórn og skortur á fjárfestingu. Þeir sem sjá ofsjónum yfir fjárfestingagetu íslensks sjávarútvegs ættu að skoða það sem gerst hefur í Venesúela.
Í skýrslu Encovi var áætlað að verg landsframleiðsla í Venesúela (landsframleiðsla), sem er heildarverðmæti allra virðisauka sem skapaðist í hagkerfinu, hafi dregist saman um 74% milli 2014 og 2020. Að sögn AFP fréttastofunnar er hvergi í heiminum meiri verðbólga um þessar mundir en í Venesúela.
Efnahagshrunið hefur leitt til alvarlegs mannúðarástands í Venesúela en þar búa 28 milljónir manna. Fyrir heimsfaraldurinn áætlaði Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP), sem fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, að þriðji hver maður ætti í erfiðleikum með að fá nægjanlegan mat til að uppfylla lágmarksnæringarþörf. Ástandið hefur leitt af sér eina stærstu tilfærslukreppum í heiminum, samkvæmt SÞ, og meira en 5,6 milljónir manna hafa yfirgefið landið.
Encovi könnunin var gerð árið 2014 til að bæta upp fyrir skort á opinberum gögnum. Það var unnið með spurningalistum sem dreift var til 14.000 heimila í 21 af 23 fylkjum Venesúela á tímabilinu febrúar til apríl að því er kemur fram í frétt BBC.