Sænsku alþingiskosningarnar fara fram sunnudaginn 11. september næstkomandi. Horfur eru á að það geti orðið nokkur tíðindi og Svíþjóðardemókratarnir (SD) verði stærsti hægri flokkurinn eftir kosningarnar. Svo virðist sem nokkur breyting hafi orðið á afstöðu kjósenda til flokksins og erfiðara verði að ganga framhjá honum við stjórnarmyndun. Fólk er nú opinskárra með að það styðji SD og þá hefur vakið athygli að ungt fólk hefur gjarnan mætt á kosningafundi eða kynnt sér stefnu flokksins. Fréttaskýrendur telja að SD hafi átt auðveldara með að stýra umfjöllun um sig og sín mál en áður hvað sem veldur.
Á lokaspretti kosningabaráttunnar hafa öryggis- og orkumál orðið fyrirferðamikil en einnig eru velferðarmál og málefni innflytjenda og ýmsar breytingar sem hafa orðið á hinu rótgróna sænska velferðarsamfélagi. Innflytjendamál hafa löngum verið eitt af áherslumálum SD. Sem gefur að skilja eru öryggismálin ofarlega á baugi en Svíar hafa vikið frá aldalöngu hlutleysi sínu og sótt um aðild að NATÓ í samfloti með nágrönum sínum í Finnlandi.
Sjö flokkar eru í framboði fyrir kosningar núna. Þess er krafist að flokkur þurfi að fá 4% atkvæða til að fá sæti í þinginu. Magdalena Andersson leiðir Jafnaðarmannaflokkinn eftir að Stefan Löfven sagði af sér. Þar með varð Magdalena Andersson einnig fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann í Svíþjóð þegar hún tók við embættinu af Stefan Löfven.
Hver vinnur með hverjum?
En staðan framundan er flókin þó að venju séu vinstri og hægri blokk. Jafnaðarmenn verða áfram stærsti flokkurinn og munu án efa reyni að taka frumkvæði í stjórnarmyndunarviðræðum og útiloki um leið viðræður við Svíþjóðardemókratanna. Foringi Moderatarna, Ulf Kristerssonar, er talinn vilja mynda ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum og eru opnir fyrir stuðningi frá Frjálslindum og Svíþjóðardemókrötunum. Jimmy Åkesson leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, vill eiga samstarf við Moderatanna og Kristilega demókrata, en leiðtogi Miðflokksins, Annie Lööf, leitar eftir víðtækara samstarfi en útilokar samstarf við Svíþjóðardemókratanna og Vinstriflokkinn Nooshi Dadgostarsem sem mun líklega styðja Jafnaðarmenn og Græningja og útilokar einnig viðræður við Svíþjóðardemókrata. Ebba Bush og Kristilegir demókratar vilja mynda ríkisstjórn með Moderatanna, en eru einnig opin fyrir stuðningi frá Frjálslindum og Svíþjóðardemókrötunum.
Frjálslyndir og nýr flokksleiðtogi þeirra Johan Pehrson vilja stjórnarsamstarf við Moderatanna og Kristilega demókrata og útiloka ekki stuðning frá neinum flokki. Hvað varðar Græningjana þá munu þeir mjög líklega eiga í samstarfi við Jafnaðarmenn útiloka viðræður við Svíþjóðardemókrata. Augljóslega geta viðræður eftir kosningar orðið flóknar
Meiri grundvöllur fyrir harðari stefnu í útlendingamálum
En velgengni Svíþjóðardemókratanna í kosningabaráttunni hefur vakið athygli en löngum hefur ríkt útilokun gagnvart þeim vegna stefnunnar í útlendingamálum. Nú virðist vera meiri grundvöllur fyrir málflutningi þeirra. Svíar horfa til þess sem hefur gerst í Danmörku en eftir uppgang Danske Folkeparti þá má segja að danskir jafnaðarmenn hafi hreinlega stolið stefnu þeirra og um leið fylgi. Að hluta til hafa þeir framfylgt því sem þeir sögðust ætla að gera. Þannig er búið að tvöfalda refsirammann fyrir ákveðin brot og setja tiltekin svæði nánast í gjörgæslu þar sem lögreglan hefur aukið umboð til þess að stöðva fólk og leita á því. „Gettóstefna“ Dana (Gettoloven) hefur vakið mikla athygli og lönd eins og Holland, Belgía, Frakkland og jafnvel Bretland horfa til hennar. Hún felst eins og áður sagði í miklu virkari inngripum og nánast samfélagsstýringu.
Þannig voru sett upp nokkur viðmið sem varð að horfa til varðandi tiltekin hverfi. Svo sem hlutfall fólks á bótum, hve hátt hlutfall innflytjenda bjó í hverfinu, meðaltekjur, menntunarstig og hlutfall þeirra sem höfðu brotið af sér eða voru með dóm. Út frá þessu voru tiltekin hverfi skilgreind sem „gettó“ og þá fengu yfirvöld heimild til að „gera eitthvað í málunum“ meðal annars flytja fólk milli hverfa, setja íbúðir í sölu, rífa heilu blokkirnar og byggja annarskonar húsnæði í staðinn.
Verða SD næst stærstir?
Jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa ekki treyst sér til að fara að dæmi félaga sinna hinum megin við Eyrarsundið. Þá er ekki talið líklegt að Svíþjóðardemókratarnir lendi í því sama og Danske Folkeparti, kjósendur sem styðja þá hafa ekki trú á að breytingum verði komið á án þeirra tilstyrk.
Stóri sigurvegari kosninganna árið 2018 voru Svíþjóðardemókratar, sem juku atkvæðavægi sitt úr 12,86% í 17,53% atkvæða. Nú mælast þeir með 22-23%. Í kosningunum fyrir fjórum árum styrktu þar með stöðu sína sem þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar. Hugsanlega færast þeir upp í næsta sæti fyrir ofan og má þá vera að stefna þeirra komist í gegn, í það minnsta sá hluti sem Jafnaðarmenn eru að framkvæma í Danmörku.