c

Pistlar:

4. nóvember 2022 kl. 12:28

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hleranir, blekkingar og innbrot fjölmiðla

Það er ekki óalgengt að breskum fjölmiðlum sé stefnt, oftast er það fyrir meiðandi ummæli en meiðyrðalöggjöf Bretlands er um margt strangari en sambærileg löggjöf í öðrum löndum. Það hefur ekki komið í veg fyrir aðgangssama og fullyrðingasama blaðamennsku sem stundum hefur skapað stríðsástand þegar frægt fólk er annars vegar. Ástandið í kringum Diönu prinsessu var kannski skýrasta dæmið um það.

Breskir fjölmiðlar hafa löngum orðið að þola málsóknir og rannsóknir vegna vinnubragða sinna. Þjóðarmiðillinn BBC er þar engin undantekning en í seinni tíð vakti mesta athygli þegar götublaðinu News of The World var hreinlega lokað í kjölfar símahlerunarhneykslis (phone hacking scandal) árið 2011. Eftirmáli þess máls hefur leikið um breskan blaðheim síðasta áratuginn eins og CNN rekur ágætlega hér. Hægt er að undrast umfang þessa framferðis. Nú virðist eftirmáli þess vera að birtast í kringum dagblaðið Daly Mail, mest selda blað Bretlandsog hefur þegar fengið heitið símahlerunarhneyksli númer 2!daly mail

Telja um glæpastarfsemi sé að ræða

Hópur þekktra Breta, þar á meðal Harry Bretaprins, Elton John og Elizabeth Hurley, hafa lögsótt útgefendur The Daily Mail og segja að þau séu „fórnarlömb viðbjóðslegrar glæpastarfsemi og grófra brota á friðhelgi einkalífs“, þar á meðal ráðningu einkarannsóknarmanna sem fylgdust með þeim. Í hópnum eru einnig leikarinn Sadie Frost, félagi Elton Johns, David Furnish og breska baráttukonan Doreen Lawrence en hún missti son sinn árið 1993.

Í fréttatilkynningu frá Hamlins lögfræðistofunni, sem starfar fyrir Harry Bretaprins og Frost, var fullyrt að Associated Newspapers, útgefandi The Daily Mail, The Mail on Sunday og The Mail Online, hafi ráðið einkarannsakendur til að koma hlustunartækjum fyrir inni í bílum fólks og á heimilum þeirra.

Lögreglan upplýsti að kæra lyti einnig að því að Associated Newspapers hafi falið einstaklingum að hlusta á einkasímtöl, greitt lögreglumönnum „með spilltum tengslum við rannsakendur“ fyrir innherjaupplýsingar og beitt blekkingum, meðal annars þóst vera aðrir umræddir einstaklingar eða tengdir til að fá sjúkraskrár. Þá er því haldið fram fólk á vegum fréttamiðilsins hafi aflað sér aðgangs að bankareikningum „með ólöglegum hætti og meðferð. Allt ansi alvarleg brot ef satt reynist. Talsmenn Associated Newspapers hafa neitað öllum þessum ásökunum.harry

Toppurinn á ísjakanum

„Meintir glæpir eru toppurinn á ísjakanum,“ bætti fréttatilkynningin við. „[Þeir sex] hafa tekið höndum saman til að afhjúpa sannleikann og gera blaðamenn ábyrga að fullu, sem margir hverjir gegna enn æðstu yfirvalds- og valdastöðum í dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Harry Bretaprins hefur höfðað mál gegn Associated Newspapers og hann vann dómstólaslag fyrr á þessu ári vegna greinar sem opinberaði öryggismál hans. Hann sagðist hafa reynt að halda upplýsingum um tilraunir sínar til að endurheimta lögregluvernd fjölskyldu sinna leyndum fyrir almenningi. Eiginkona hans Meghan Markle hefur einnig unnið meiðyrðabaráttu gegn sama útgefanda.

Málshöfðunin sem birtist í október síðastliðnum hefur eins og áður sagði sterka samsvörun við breska símahneykslismálið fyrir 10 árum, þar sem tugir eru sagðir hafa fengið síma sína tölvusnáða af blaðamönnum blaðamanna. Hneykslismálið endaði með því að blaðið News of the World í eigu Rupert Murdoch hætti að koma út eftir ríflega 100 ára útgáfusögu. Nú er unnið að sjónvarpsleikriti um málið af hálfu BBC.dalymail2

The Guardian bendir á að tímasetningin gæti ekki verið verri fyrir Paul Dacre en þessi fyrrverandi ritstjóri Daily Mail þarf nú að takast á við mál vegna meintra alvarlegra misgjörða á þeim tíma sem hann stýrði blaðinu. Og það aðeins á sama tíma og sá draumur hann rætist að hann setjist fyrir hönd íhaldsmanna í lávarðadeildina. Ljóst er að málflutningurinn gæti beinst að honum enda hefur hann þótt nokkuð harður í horn að taka í gegnum tíðina og troðið mörgum um tær.

„Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug,“ skrifaði Halldór Kiljan Laxness í Sjálfstæðu fólki. Hugsanlega fundu blaðamennirnir það sem þeir trúðu á en nú þurfa þeir að útskýra hvernig þeir vöktu upp þennan draug.