c

Pistlar:

13. desember 2022 kl. 17:18

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Undirgefna árið í Frakklandi

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq hefur orð á sér fyrir að vera ögrandi og stilla upp óþægilegum hlutum úr samfélaginu hverju sinni. Hann gengst við þessu hlutverki sjálfur þó það virðist ekki alltaf til vinsælda fallið. Lengi vel átti máltækið um að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi við um hann en Michel Houellebecq var talsvert vinsæli erlendis en meðal land sinna. Frakkar, sem þó elska furðulega rökræðu á mörkum heimspeki og skáldskapar, virtust eiga í erfiðleikum með að meðtaka einhverskonar sannleika um samfélag sitt úr munni þessa landa síns sem einhverjir sögðu að minnti á útjaskaðan leigubílstjóra þegar hann kom í heimsókn hingað til Íslands. Hann væri svona eins og Johnny Rotten bókmenntanna ef það segir nokkuð! Áttunda bók hans, Anéantir (Annihilate á ensku eða Eyðingin) kom út í byrjun árs í Frakklandi.onfray

Undirgefni og umskipti

Fáar skáldsögur hafa vakið annað eins umtal og deilur undanfarin ár og skáldsagan hans Soumission sem kom út í Frakklandi árið 2015 og birtist hér í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar ári síðar undir heitinu Undirgefni. Þar segir Houellebecq frá því er formaður stjórnmálaaflsins Bræðralags múslíma sigrar í forsetakosningum í Frakklandi 2022 (já í ár!) og söguhetja bókarinnar stendur frammi fyrir því að gerast múslími eða fara á eftirlaun. Vegna þess að nú er árið sem sagan á að gerast er Houellebecq vinsæll í frönskum fjölmiðlum og yfirlýsingar hans hafa vakið mikla athygli. Óhætt er að segja að miklir umbrotatímar hafi verið í frönsku þjóðlífi síðustu ár eins og fjallað hefur verið um hér í pistlum. Margir listamenn, þar á meðal kvikmyndagerðarmenn hafa fjallað um þann óróleika sem finna má í frönskum borgum.

Svo vildi til að Undirgefni kom út 7. janúar 2015, sama dag og hryllileg morðárás var gerð á ritstjórnarskrifstofu franska háðstímaritsins Charlie Hebdo í París þar sem rúmlega 20 manns létust eða særðust illa. Í framhaldinu þótti ráðlegt Michel Houellebecq yrði fylgt af lífvörðum hvert sem hann færi.

Segja má að ummæli hans tóni sterkt við kenninguna um umskiptin miklu (The Great Replacement) sem varð til yst á hægri væng franskra stjórnmála undir heitinu Grand Remplacement. Kenningin er svo umdeild að Wikipedíu þykir rétt að varúðarmerkja hana sem íslamfóbíu. Vissulega ber hún yfirbragð samsæriskenningar en hún gengur út á að þeir sem eru við völd í vestrænum löndum stundi markvisst að skipta íbúum út fyrir fólk sem á uppruna fyrir utan Evrópu. Meginstraumsmiðlar líta almennt á kenninguna sem samsæriskenningu en margir hella olíu á eldinn með því að segja opinskátt að það sé fagnaðarefni að hlutfall heimamanna minnki. Það er líkast til í takti við það hvernig Píratar nálgast umræðu um útlendingamál hér heima.hvellb

Aldrei fleiri hælisleitendur

Það er ekki tilviljun að athygli hefur beinst að þessari sjö ára gömlu framtíðarsýn Houellebecq þar sem flóttamannastraumurinn hefur aukist mikið á þessu ári, hugsanlega í sinni ýktustu mynd hér á landi þar sem stefnir í að heildartala flóttamanna þetta árið verði um 5000. Í Evrópu virðast margir aðgerðasinnar, meðal annars þeir sem hafa komið sér fyrir innan samtaka eins og Lækna án landamæra, beinlínis stuðla að auknu streymi flóttamanna. Samtökin staðsetja hjálparskip rétt við strönd Líbíu og grípa flóttamenn þar til að flytja til Evrópu. Virðist mannúðlegt en stuðlar óhjákvæmilega að auknum straumi og meiri tekjum fyrir þá sem selja ferðir yfir í hið auðuga norður. Á fyrstu 10 mánuðum ársins komu 700.000 hælisleitendur inn í ESB, auk EES-ríkjanna Noregs og Sviss. Það er 70 prósent meira en allt árið 2021. Þess vegna er eðlilegt að taka undir að þeir sem halda því fram að engar breytingar eigi sér stað í álfu okkar séu ekki að horfa á heildarmyndina.

Evrópa sópast burtu

Houellebecq trúir ekki á samsæriskenninguna um að skiptingin sé endilega meðvituð pólitísk niðurstaða. Vandamálið telur hann fellast í því að hinn vestræni heimur hafi misst stjórn á innstreymi innflytjenda og virðist ekki lengur geta stöðvað „slysið“ sem ógnar áframhaldandi tilveru þeirra íbúa sem eru fyrir.

Hann segir að „Evrópa muni sópast burtu“ vegna fjöldainnflytjendastefnunnar. Umdeild ummæli en hafa ekki komið í veg fyrir að Houellebecq sé boðið í franska fjölmiðla. Þetta er svo sem í takt við umfjöllun hans í Undirgefni (sem er vísun í íslam) um innleiðingu íslamskra reglu í Frakklandi, með tilheyrandi Sharia löggjöf.Houellebecq var þátttakandi í langri umræðum við heimspekinginn og rithöfundinn Michel Onfray í lok nóvember, þar sem meðal annars var rætt um fólksflutningastefnuna, lýðfræði, ESB og önnur efni. Houllebecq sagði þar að hann „umskiptin miklu“ væru frekar staðreynd en kenning. „Þegar kemur að innflytjendamálum, þá ræður enginn við neitt, það er allur vandinn. Evrópa mun sópast burtu í þessu stórslysi.“

Michel Onfray tók undir að hluta og sagði tölurnar benda til þess að lýðfræðilegt, menningarlegt, efnahagslegt og andlegt hrun Vesturlanda sé óumflýjanlegt með þeirri stefnu sem fylgt er. Houllebecq sagði ennfremur að jafnvel þótt þróun Frakklands skeri sig ekki úr í samanburði við önnur Evrópulönd, hafi Frakkar enn „sérstaklega mikla meðvitund um eigin hnignun.“ Ummæli sem margir hentu á lofti.

Borgarastríð þegar skollið á

Onfray og Houllebecq voru sammála um að búast megi við aukinni pólariséringu í umræðunni en höfðu mismunandi skoðanir á framtíð íslams í Evrópu. Á meðan Houllebecq telur að Frakklandi stafi mikil ógn af íslam, þá telur Onfray að pólitískt íslam „sé ekki öflugt fyrirbæri“ heldur „meira sem viðbrögð við bandarísku valdi.“ Onfray telur ennfremur, að múslímar muni fljótt skipta út trúarskoðunum sínum fyrir neysluhyggju, rétt eins og hefur gerst í mörgum öðrum menningarheimum.undirgefnin

Houllebecq er hins vegar sannfærður um, að Frakklands og Evrópu bíði vond og óheppileg þróun „þegar heilu landsvæðin komast undir stjórn íslamista.“ Sem viðbrögð við þessu telur hann að árásum á moskur muni fjölga og að þjóðernisdeilur í Frakklandi geti orðið það alvarlegar að Frakkar vopnist.

Houellebecq varar við slíkri þróun þar sem Vesturlönd byrja að svara ógnum og aðgerðum múslima með árásum á moskur. Staðan í dag í Frakklandi er reyndar þannig að kirkjur eru í mun meiri hættu. Houellebecq lýsti áhyggjum af því að málin geti þróast yfir í trúarlegu borgarastríði. Það ætti heldur ekki að vanmeta vald þjóðernisátaka, sagði hann. „Þú heldur að borgarastríðið sé að koma. Ég held að það sé nú þegar komið,“ sagði Onfray.