c

Pistlar:

18. ágúst 2023 kl. 17:51

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Íslam og andhófsmenn

Heimsbyggðin hefur vanist því að indverski rithöfundurinn Salman Rushdie fari huldu höfði. Til þess er hann neyddur vegna meints guðlasts í bók hans, Söngvum Satans, lýsti klerkastjórn Írans Salman réttdræpan meðal múslima. Í vestrænum samfélögum er það talið áhætta að þýða bók hans eða hýsa hann en Rushdie missti annað augað eftir árás ofbeldisfulls fylgismanns íslams fyrir rúmu ári síðan.

Franski rithöfundurinn Michel Hou­ell­e­becq hefur grínast með dystópískar lýsingar á íslömsku Frakklandi í bók sinni Undirgefni sem komið hefur út á íslensku. Fyrir 20 árum var hann sýknaður af ákæru um að æsa upp kynþátta­hat­ur með því að segja að íslamstrú væri heimsku­leg­ustu trú­ar­brögð sem til væru. Fjög­ur sam­tök múslima höfðuðu mál á hend­ur Hou­ell­e­becq en fransk­ur dóm­stóll sýknaði hann. Hann fer nú huldu höfði í eigin landi vegna ógnanna íslamista.paris

Franski mannfræðingurinn Florence Bergeaud-Blackler sérhæfir sig í rannsóknum á íslömskum viðmiðum í veraldlegu samhengi. Hún er höfundur fræðibókarinnar Le Frérisme et ses réseaux: L'Enquête (Brotherhoodism and its Networks: An Investigation) sem kom út á síðasta ári og hefur mælst ágætlega fyrir hjá fræðimönnum en hún fjallar um samtökin Bræðralag múslima sem berjast fyrir því að múslimir lifi samkvæmt Kóraninum. Bræðralagið er viðriðið stjórnmál og starfar í mörgum löndum og hefur oft verið sakað um aðild að hryðjuverkum. Bókin hefur kallað líflátshótanir yfir Florence frá íslamistum. Florencer er fræðimaður hjá Sociétés Religions Lucite Group við Paris Sciences et Lettres háskólann. Hún er með doktorsgráðu frá Bordeaux háskóla. Hún fer nú huldu höfði í eigin landi vegna ógna íslamista.

Frakkar reyna að hemja íslamista

Fá lönd Evrópu hafa jafn marga múslimi innan sinna landamæra og Frakkland. Staða þeirra var talsvert til umræðu fyrir síðustu forsetakosningar og þann 16. febrúar 2021 samþykkti franska þingið lög sem ætlað var að hemja íslamska aðskilnaðarstefnu („Islamist separatism“). Lagasetningin kom í kjölfar umtalaðrar ræðu um veraldarhyggju sem forsetinn, Emmanuel Macron, hélt í október þar á undan. Þar sagði hann meðal annar: „Íslam eru trúarbrögð sem eiga við vanda að stríða um allan heim.“ Og bætti svo við að það væri „nauðsynlegt að frelsa íslam undan erlendum áhrifum.“

Lagasetningin var umdeild en naut að lokum mikils stuðnings í þinginu enda mátu sumir svo að vaxandi hætta væri á trúaróeirðum í Frakklandi. Segja má að Frakkar hafi verið nokkuð samstíga í aðgerðum við að stemma stigum við vaxandi öfgahópum með tengsl við múslimska hópa. Eftir 135 tíma umræðu voru lögin samþykkt á franska þinginu. Emmanuel Macron fékk stuðning við frumvarpið frá 347 þingmönnum, 151 greiddu atkvæði gegn, en 65 sátu hjá.parís

Það er ekki bara í Frakklandi sem menn eiga erfitt með íslam. Nokk­ur ný­leg mót­mæli þar sem Kór­an­inn er van­helgaður hafa vakið upp diplóma­tíska spennu um Miðaust­ur­lönd og Norður­lönd­in tvö, Dan­mörku og Svíþjóð, eru í hringiðu atburðarásarinnar og hafa orðið að færa öryggisviðbúnað sinn upp á hæstu stig. Dönskum yfirvöldum hrýs hugur við að þurfa að ganga aftur í gegnum svipugöng öfgafólks í hinum íslamska heimi eftir atburðarásina í kringum Múhameðsteikningarnar. Frá því teikningarnar birtust árið 2005 í Jótlandspóstinum til dauðadags árið 2021 þurfti teiknarinn Kurt Westergaard að búa við stöðuga vernd af hálfu dönsku leynilögreglunnar (PET).hamas

Íslam og endir sögunnar

Bandaríski stjórnmálaheimspekingurinn Francis Fukuyama varð víðfrægur er hann boðaði „endalok sögunnar“ í kjölfar hruns kommúnismans, með sigurgöngu hins frjálslynda lýðræðis og markaðshyggjunnar. Þessu varpaði hann fram í bók sinni „Endalok sögunnar og hinn hinsti maður“ (The End of History and the Last Man), sem út kom árið 1992, en bókin vakti mikla athygli á sínum tíma. Fukuyama sá fyrir sér einsleitari heim með hættum þar sem bókstafstrú í anda íslamisma, sem hugmyndafræði að þjóðfélagsgerð, myndi verða meira áberandi. Hann taldi íslamska bókstafstrú er ekki sérlega tilkomumikla hreyfingu í viðtali við Morgunblaðið árið 2004. Hann taldi einnig varasamt að hluti mannkyns, þ.e. múslima skyldu aðhyllast afturhaldssama útleggingu þeirra trúarbragða.

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Samuel P. Huntington (1927-2008) er einn þeirra fræðimanna sem reyndi að varpa nýju ljósi á skipan mála innan alþjóðakerfisins. Árið 1993 birtist grein hans, The Clash of Civilizations?, í hinu virta bandaríska tímariti Foreign Affairs. Hann ákvað að þróa hugmynd sína enn frekar og afrakstur þess varð bók sem kom út árið 1996 og fékk nafnið The Clash of Civilizations and the Remaking of World Order. Sú bók fékk einnig mikla athygli en kenning Huntington fjallar í megindráttum um eðli átaka í heiminum eftir lok kalda stríðsins. Í stað þess að snúast fyrst og fremst um hugmyndafræði eða efnahag taldi hann að koma myndi til átaka af menningarlegum toga. Huntington taldi miklar líkur á að íslamski menningarheimurinn yrði annar aðilinn af tveimur í staðbundnum menningarheimaátökum. Að sumu leyti tóna kenningar Huntingtons ágætlega við það hvernig vestræn nútímavæðing hefur stuðlað að upprisu menningarheimanna en gæti þó hæglega átt við þá þróun sem hefur átt sér stað í Mið-Austurlöndum þar sem íslömsk hryðjuverkasamtök hafa verið í sífelldum vexti hin síðari ár.sweden-muslim-350-8379259

Íslamskur réttur á innleið

Íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Qaeda kalla eftir árásum á Danmörk og Svíþjóð vegna nýlegra Kóranbrenna í löndunum tveimur. Lögregla og leyniþjónustur landanna segja að taka verði þessar hótanir samtakanna alvarlega. Eins og áður sagði eru bæði löndin á hæstu viðbúnaðarstigum sem hefur áhrif á daglegt líf borgara í löndunum. Í Svíþjóð eru um 8% íbúanna múslimir og inn í þann hóp sækja öfgasamtök múslima. Sama á við um Noreg og Danmörku en þaðan fór fólk til að heyja jíhad-baráttu, heilagt stríð fyrir Íslamska ríkið (IS), á vígvöllum í Sýrlandi og Írak. Uppgjör við þessa þegna norrænu velferðarríkjanna var erfitt þegar konur og börn sóttu heim í öryggið.

Því er það svo íslamski heimurinn hefur stöðugt meiri áhrif á daglegt líf og samfélagsumræðu ríkja Vestur-Evrópu. Um leið eru gerðar kröfur um að þessi lönd hverfi frá grundvallaraatriðum mannréttinda, svo sem tjáningarfrelsi. Svo virðist sem margir á Vesturlöndum séu tilbúnir að gefa eftir í von um að friðþægjast við þessar öfgar.