c

Pistlar:

20. september 2023 kl. 21:32

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Gengjastríð í Svíþjóð

Undanfarið hefur Ríkisútvarpið fjallað óvenju mikið um ástandið í Svíþjóð en þar gengur yfir ofbeldisalda og yfirvöld standa meira og minna ráðalaus. Fyrir marga kemur meira á óvart að Ríkisútvarpið skuli fjalla svo rækilega um það sem er að gerast en ástandið sjálft enda margir aðrir orðið til að fjalla um það, svo sem Útvarp Saga. Satt best að segja hefur hefur þessi þróun verið löng og sársaukafull fyrir Svía sem að mörgu leyti eru komnir í ógöngur með útlendingastefnu sína. Sænskt samfélag hefur fyrir vikið breyst mikið eins og talsvert hefur verið fjallað um í pistlum hér. Það er heldur ekki langt síðan Ríkisútvarpið sendi fréttaritara sinn til Malmö sem sagði, þar sem hann stóð á aðaltogi borgarinnar, að þar væri nú bara friðsælt á meðan bílar loguðu í þeim hverfum Malmö sem lögreglan treystir sér ekki inní. Þannig var lengi reynt að draga upp villandi mynd af ástandinu og um leið þóttust menn undrandi á því að pólitískt ástand í Svíþjóð var að breytast. Einhverjir gætu munað eftir því að árið 2017 var Donald Trump skammaður fyrir að ýkja og blasa upp ástandið í Svíþjóð.drap

En nú treystir Ríkissjónvarpið sér til að fjalla um ástandið enda má segja að þegar óöldin er komin upp í jafn friðsöm héruð og Uppsölum, norður af Stokkhólmi, sé fokið í flest skjól. Staðreyndin er sú að það er ekki aðeins í stórborgunum sem gengjastríð og átök ríkja. Pistlaskrifari hefur í gegnum tíðina verið í sambandi við Íslendinga í Svíþjóð sem hafa lýst yfir áhyggjum sínum og ekki síst á þeim breytingum sem þetta friðsama samfélag er að upplifa en óhætt er að segja að Svíþjóð hafi verið táknmynd norræna velferðarmódelsins um leið og við kynntumst sagnaheimi rithöfundarins Astrid Lindgren sem færði okkur sveitasælu Smálandanna og ærsl Línu Langsokks. En nú er hún Snorrabúð stekkur.

Árið 2022 voru 391 skotárásir í Svíþjóð, þar af 62 banvænar, en 45 manns féllu í skotárás árið áður. Aldrei höfðu fleiri látist í skotárásum en á síðasta ári og nú óttast menn að metið falli aftur. Þessu til viðbótar voru 90 sprengjuárásir á síðasta ári og í byrjun þessa mánaðar fóru þær yfir 100 á yfirstandandi ári. Íkveikjur og bílabrunar eru síðan daglegt brauð. Það eru ekki meira en tíu ár síðan Svíþjóð í hópi þeirra ríkja í Evrópu sem voru með hlutfallslega fæstar skotárásir. Árið 2012 létu til að mynda 17 manns lífið í skotárásum í Svíþjóð. Flestar skotárásirnar eru í tengslum við átök glæpahópa í innflytjendasamfélögum.eldur

Erlendar glæpaklíkur

Nú síðustu vikur og mánuði hefur keyrt um þverbakk og ljóst að venjulegt fólk er að dragast inn í átökin milli glæpaklíka sem er stýrt af innflytjendum en um leið eru þær með sterk tengsl við glæpaforingja í þeim löndum sem innflytjendur eiga uppruna sinn í. Skiptir engu þó um sé að ræða aðra eða þriðju kynslóð innflytjenda, glæpaklíkurnar halda sinni stöðu, nánast út yfir gröf og dauða. Þetta sama mynstur er víða í Evrópu og má sem dæmi taka að marokkóskar glæpaklíkur ráða undirheimum Belgíu og að hluta til Hollands og Frakklands.

Það er freistandi fyrir glæpaklíkur að elta landa sína þegar þeir flytja til ríkari landa. Tekjurnar þar geta verið ævintýralegar á mælikvarða kaupmáttar heimalandsins. Ekki er langt síðan norska lögreglan stöðvaði Eþíópíumann sem var að flytja sem svaraði 200 milljónum króna úr landi. Það er ekki flókið að sjá hve mikið verður úr þeim fjármunum heima fyrir.

Ungir glæpamenn

Lögreglan telur að um 1.200 glæpamenn yngri en 18 ára séu virkir í klíkunum Svíþjóðar og um 170 börn undir 15 ára aldri séu virkir meðlimir. Raunveruleg tala getur mun hærri enda erfitt að halda utan um þessa tölfræði. Sænsk lög taka heldur mildilega á glæpum ungmenna og því eru þau látin sjá um harða glæpi, svo sem morð. Oft er það hluti af vígslu inn í klíkuna og erfitt að komast hjá því að ganga til liðs við þær þegar þær stýra heilu hverfunum og lögreglan getur ekki aðhafst neitt. Unglingur sem fremur morð situr kannski inni í þrjú til fjögur ár en verður svo fullgildur meðlimur í klíkunni með þeim réttindum sem því fylgir. Lögreglan segir að það verði að breyta vinnubrögðum gegn glæpahópunum svo draga megi úr upptöku nýliða í hópanna. Vandinn er að samfélagið er víða orðið svo smitað að erfitt getur verið að koma lögum yfir einstök hverfi. Þetta eru vandamál sem víða má sjá í Evrópu.

30 þúsund í glæpaklíkum?

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, upplýsti í sumar að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu væru um þrjátíu þúsund manns annaðhvort meðlimir í eða með tengsl við glæpagengi. Þá bættast þrír við á hverjum degi. Þetta samsvarar því að um 300 Íslendingar væru tengdir glæpagengjum. Gjarnan má sjá allt niður í tíu og ellefu ára börn í klíkunum og margir fjórtán til sextán ára krakka eru orðnir harðsvíraðir glæpamenn. Þegar glæpur hefur átt sér stað er mjög erfitt að fá nokkrar upplýsingar frá íbúum hverfisins sem óttast hefndaraðgerðir klíkunnar. Fáir glæpir eru því upplýstir.

Móðir leiðtoga glæpagengis var skotin til bana á heimili sínu í Uppsölum fyrr í mánuðinum og hefur það haft hjaðningavíg í för með sér. Sænska lögreglan kveður landið ekki hafa verið hættulegra síðan árið 1945 þegar litið er til tíðra skotárása, manndrápa og annars ofbeldis. Jale Poljarevius, lögreglustjóri í Mið-Svíþjóð, kveðst hafa þungar áhyggjur af þróun mála. Sagði hann við sænska útvarpið SVT fyrir stuttu að unglingar sem enga reynslu hafi af meðferð skotvopna séu fengnir til að drepa fólk eftir pöntun. Þessu fylgi mikil hætta á að annað fólk en sá sem er skotmarkið verði fyrir skotum.refurinn

Kúrdíski refurinn bítur fjarri greninu

Það eru Foxtrot og Dalen-glæpaklíkurnar sem takast nú helst á. Einkum þykir Foxtrot ganga hart fram í að laða til sín unglinga allt niður í fjórtán ára og fá þeim skotvopn í hendur. Stjórnandi Foxtrot er Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn, en hann býr ekki í Svíþjóð þó að völd hans þar séu óumdeild. Refurinn flutti til Tyrklands og fjarstýrir gengi sínu þaðan. Hann bítur því fjarri greninu en hann er eftirlýstur alþjóðlega fyrir fíkniefnabrot og að leggja á ráðin um manndráp.

Rawa Majid er fæddur árið 1986 og ólst upp í Uppsölum. Ásamt móður sinni rak hann söluturn en tók snemma þátt í glæpahópum. 19 ára gamall var hann sakfelldur fyrir innbrot og síðar einnig fyrir smygl á kókaíni, sem og hlutdeild í mannráni og alvarlegu ofbeldi, upplýsti Aftonbladet. Lagt er hald á mikið magn af fíkniefnum merktum refamerkjum á nokkrum stöðum í Svíþjóð fyrir ekki löngu síðan en lengi vel áttaði lögreglan sig ekki á umsvifum refsins. Frægir rapparar klæðast einnig gullhringum með refatáknum, til að lýsa yfir stuðningi sínum við Majid, að því er Aftonbladet greinir frá. Hann er hetja meðal ungra innflytjenda.