c

Pistlar:

24. júlí 2024 kl. 13:40

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Verðbólga í samdráttarhagkerfi

Enginn sem kemur að hagstýringu vill vera að fást við hagkerfi í samspili samdráttar og verðbólgu eins og íslenska hagkerfið er nú að sigla inní. Á ensku er þetta kallað „stagflation“ en orsakavaldarnir geta verið margskonar. Staðreyndin er sú að það er óvenju margt að trufla takt hagkerfisins og í raun talsverð óvissa framundan sem getur fyrr en varið náð yfir á hið pólitíska svið enda ríkisstjórnin hvorki samstíga, framsýn né taktviss í aðgerðum sínum. Kauphöll Íslands ákvað að bregðast við þessum tölum með rækilegri „sumarútsölu!“fjarel

Nú er svo komið að greinendur keppast við að hækka ársverðbólguspá sína í kjölfar þess að þeir hafa verið að segja okkur að háönn ferðaþjónustunnar líti út fyrir að verða talsvert lakari en væntingar stóðu til enda mest líkindi til þess að ferðamenn í ár verði færri en í fyrra. Umfang ferðaþjónustunnar í hagkerfinu veldur því að þetta eitt og sér gæti leitt til minni hagvaxtar, minnkað líkur á styrkingu krónu, hraðað kólnun hagkerfisins og dregið meira úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið.

Samdráttur framundan?

Háir vextir eru búnir að vera að kæla íslenska hagkerfið og hafa verulega dregið úr framkvæmdum þó framan af ári hafi verið nokkuð um fjárfestingar. Nú hljóta menn hins vegar að spyrja sig hvort að vextirnir séu búnir að keyra hagkerfið í samdrátt, í það minnsta er ljóst að flestir íslenskir greiningaraðilar verða að endurskoða hagvaxtarspár sínar rækilega.

Verðbólga hefur aukist samhliða samdrætti og enginn vill að það fari saman. Því miður benda verðbólgutölur til þess að ólíklegt sé að vextir verði lækkaðir við næstu ákvörðun Seðlabankans. Þjáningarfullir tímar eru fram fyrir marga og augljósleg er neysla að dragast hratt saman. Í tilfelli bílasölu er nær að tala um hrun.

Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og loðnuvertíð brást algerlega en hún færir okkur í meðalári 40 til 50 milljarða í útflutningsverðmæti. Ástandið á orkumarkaði er ekki til að bæta úr en það er farið að skaða iðnaðarframleiðslu og útflutningstekjur landsmanna um sem svarar milljörðum á ári, jafnvel tugum milljarða. Allt þetta mun hafa í för með sér atvinnuleysi þegar líður að hausti.kaupo

Vaxtateoría seðlabankans

Í mars síðastliðnum kom nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz hingað til lands og greip tækifærið og gagnrýndi úrræði seðlabanka þegar kom að stýrivaxtahækkunum. Hann vildi meina að seðlabankar erlendis (og hér á landi) væru ekki að greina vandann rétt og vísaði meðal annars til að það væri hækkun á matvælum og orku sem keyrði upp verðbólgu en ekki klassísk þensla eins og Seðlabanki Íslands teldi sig vera að glíma við. Núverandi hækkun verðbólgu verður einkunn rakin til hækkunar á matvælum, að ekki sé talað um hið séríslenska ástand sem er á húsnæðismarkaði.

Ekkert af þessu skiptir þó máli, því eins og áður sagði hefur engin trú á að peningastefnunefnd Seðlabanka Ísland bregðist við ástandinu núna með því að lækka vexti. Teorían bjóði einfaldlega ekki upp á það.