Hækkun vísitölu neysluverðs mældist 0,27% í janúar og mælist ársverðbólgan áfram 4,2%. Greiningardeild Arion banka segir að þrátt fyrir hærri niðurstöðu en greiningaraðilar hafi búist við sé ekki líklegt að þetta hafi áhrif á vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. Meira
Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 12. desember. Að þessu sinni eru veigamestu rökin í spá bankans ekki efnahagslegir grunnþættir, heldur sú staðreynd að peningastefnunefnd markaði mjög skýra stefnu með yfirlýsingu sinni eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun Meira
Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans er ótrúverðug og ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í 2,5% á þriðja ársfjórðungi ársins 2014. Greiningardeild Íslandsbanka segir raunhæfara að verðbólgan verði um 4% og bendir á að markaðsaðilar virðist einnig vera vantrúaðir á spá Seðlabankans. Meira
Tónninn í vaxtaákvörðun seðlabankans var að þessu sinni nokkuð mildari en áður og gerir bankinn ráð fyrir því að núverandi nafnvextir nægi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans klofnaði í afstöðu sinni um vaxtaákvörðun á síðasta fundi nefndarinnar fyrir tveimur vikum. Þetta kemur fram í fundargerð sem birt hefur verið á vef Seðlabankans. Þrír nefndarmanna studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti, en tveir töldu töldu nauðsynlegt að hækka vextina um 0,25 prósentur. Meira
Í framhaldi af veikingu krónunnar síðustu vikur veltir greiningardeild Arion banka því fyrir sér hver næstu skref peningastefnunefndar Seðlabankans verði á stýrivaxtafundi hinn 3. október næstkomandi. Er spá hennar að ákveðin verði 0,25 prósentustiga hækkun. Meira