Landsbankinn opnaði í gær nýtt útibú í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Þangað flyst öll starfsemi útibúsins sem áður var á Tjarnargötu í Keflavík og í afgreiðslu á Grundarvegi í Njarðvík. Meira
Landsbankinn opnaði í dag nýtt útibú í Borgartúni 33 í Reykjavík. Þangað flyst öll starfsemi útibúsins sem áður var til húsa á Laugavegi 77, en þar hafði bankinn haft starfsemi frá 28. maí 1960. Áður hafði afgreiðsla bankans í Holtagörðum verið sameinuð útibúinu á Laugavegi 77. Meira
Landsbankinn hefur úthlutað tuttugu og þremur styrkjum að upphæð 15 milljónum úr Samfélagssjóði bankans. Þrír hæstu styrkirnir námu 1,5 milljónum króna, þrír voru að upphæð 1 milljón, auk þess sem 17 styrkir voru á bilinu 300 til 700 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Meira
Landsbankinn keypti á föstudaginn hlutabréf í Nýherja af Einari Sveinssyni. Þetta kemur fram í flöggunum til Kauphallarinnar. Einar átti fyrir viðskiptin um 11,5% hlut í Nýherja gegnum félögin Áning-fjárfestingar ehf., Gildruklettar ehf. og Hrómundur ehf. Meira
Í dag gafst viðskiptavinum kostur á að skrá sig inn í netbanka Landsbankans án þess að notast við auðkennislykil eða rafræn skilríki og dugar notendanafn og lykilorð eitt og sér. Samfara þessu hefur ný öryggislausn hefur verið tekin í gagnið og hún byggist á kerfi sem fylgist með hegðun viðskiptavina og bregst við ef breytingar verða þar á. Meira
Ragnhildur Geirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs hjá Landsbankanum og tekur strax til starfa. Framkvæmdastjórar bankans eru því sjö, fjórar konur og þrír karlar. Ragnhildur hefur meðal annars áður verið forstjóri Promens og Icelandair. Meira
Útibú Landsbankans í Hamraborg mun á næstunni breyta afgreiðslutíma sínum og hafa opið lengur. Opið verður lengur á virkum dögum, auk þess sem afgreitt verður á laugardögum. Verður þetta eina útibú bankans með breyttum afgreiðslutíma. Meira