Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann gagnrýnir frétt Bloomberg-fréttaveitunnar frá 19. febrúar. Segir hann að staðhæfingar sem þar séu settar fram séu blaðamanns en ekki hans sjálfs, þótt óbeint sé gefið í skyn að svo sé. Meira
Seðlabanki Íslands mun halda gjaldeyrisútboð hinn 19. mars næstkomandi sem eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í útboðunum hefur verið lækkuð töluvert frá síðasta útboði. Meira
Í viðtali Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, við Reuters-fréttaveituna felast fersk skilaboð um að verðbólgumarkmiðin hafi að hluta til vikið fyrir gengismarkmiðum. Þá er heilbrigði hagkerfisins í heild farið að spila stærri rullu í ákvarðanatökunni en áður. Meira
Íslendingar völdu bestu leiðina eftir hrunið með því að leyfa bönkunum að falla, en setja svo upp fjármagnshöft og draga þannig úr mögulegum áföllum sem gætu riðið yfir fjármálakerfið. Þetta kemur fram í skýrslu sem Þorsteinn Þorgeirsson og Paul van den Noord sem kynnt var í Seðlabankanum í dag. Meira
Síðustu ár hefur fjárfesting á Íslandi verið mjög lág þegar horft er til sögulegs samhengis. Bent hefur verið á að lágt fjárfestingarstig skili sér í færri nýjum störfum. Bjarni Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við mbl.is að þessi skortur á fjárfestingum sé stórt vandamál. Meira
Seðlabanki Íslands spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á þessu ári. Þá gerir bankinn ráð fyrir að verðlag helstu útflutningsafurða Íslands verði lakara á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Meira
Í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans er dregin upp nokkuð verri mynd af stöðu mála hér á landi en Seðlabankinn hefur áður gert. Hagvaxtarspá bankans fyrir árið 2013 er lækkuð úr 3% niður í 2,1% frá því í spá bankans frá í nóvember. Einnig er endurskoðuð spá fyrir árið 2012 lækkuð úr 2,5% niður í 2,2%. Meira
Hugsanlegt er að Seðlabankinn verði árstíðasveiflujafnari á gjaldeyrismarkaði þar sem hann verður stórtækur í kaupum yfir sumartímann þegar gjaldeyrisinnflæði er sem mest, en stöðvi kaupin eða selji jafnvel gjaldeyri á veturna þegar krónan á erfiðara uppdráttar. Meira
Seðlabankanum bárust 86 tilboð til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í síðasta gjaldeyrisútboði bankans. Heildarupphæð tilboða sem bankinn tók var um 57% hærri en var samþykkt í útboðinu í nóvember. Meira
ALMC hf., móðurfélag Straums fjárfestingabanka, staðfestir í tilkynningu að greiðsla vegna evruláns hafi verið stöðvuð af Seðlabankanum. Kemur þar fram að beðið sé úrlausna á tæknilegum atriðum sem Seðlabankinn hafi vakið athygli á. Meira
Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 29,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi samanborið við 52,8 milljarða óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Nettóskuldir þjóðarbúsins jukust um 345 milljarða milli ársfjórðunga, en það má reka til skráningar Seðlabankans á innistæðum þrotabúa gömlu bankanna sem gjaldeyrisforða. Meira
Seðlabankinn spáir því að íbúðaverð hækki að meðaltali um 5% að nafnverði á ári næstu þrjú árin. Miðað við verðbólguspá bankans reiknar hann með að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um ríflega 2% á ári á tímabilinu. Meira
Vandamálið varðandi útgreiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna er minna en af er látið, en það þarf að passa að tímasetning og leiðir greiðslna séu með þeim hætti að það raski ekki greiðslujöfnuði Íslands. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Meira
Tónninn í vaxtaákvörðun seðlabankans var að þessu sinni nokkuð mildari en áður og gerir bankinn ráð fyrir því að núverandi nafnvextir nægi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans klofnaði í afstöðu sinni um vaxtaákvörðun á síðasta fundi nefndarinnar fyrir tveimur vikum. Þetta kemur fram í fundargerð sem birt hefur verið á vef Seðlabankans. Þrír nefndarmanna studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti, en tveir töldu töldu nauðsynlegt að hækka vextina um 0,25 prósentur. Meira
Steingrímur J. Sigfússona, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir að hugmyndir um heildarumgjörð laga um íslenskt fjármálakerfi séu ekki umbylting, en að þar sé ábyrgð og verklag gert skýrara. Segir hann nauðsynlegt að sameinuð stofnun Fjármálaeftirlits og Seðlabanka yrði mjög valdamikið, en að slíkt væri nauðsynlegt í litlu samfélagi Meira
Aðeins 6,4% stjórnenda segja aðstæður í atvinnulífinu frekar góðar, meðan um helmingur telur þær slæmar og 45,5% telja þær hvorki góðar né slæmar. Þeir telja sig hafa nægt starfsfólk og að því muni jafnvel fækka lítillega á næstu mánuðum Meira
Skuldir þjóðabúsins eru mun meiri en áður hefur verið haldið fram af Seðlabankanum og öll áform um afnám gjaldeyrishaftanna verða ótrúverðug uns heilstætt mat hefur verið gert á skuldastöðunni. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag. Meira
Raunaukning í kortaveltu einstaklinga innanlands í júlí og ágúst var aðeins 0,6%. Þetta gefur fyrirheit fyrir því að vöxtur einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi verði hægari en á undanförnum fjórðungum og jafnvel sá hægasti síðan á fyrsta fjórðungi í fyrra. Meira
Talsmaður Seðlabankans, Stefán Stefánsson vildi ekki tjá sig við Bloomberg fréttaveituna aðspurður um það hvort að tveir stórir erlendir aðilar hafi fengið að skipta krónum í gjaldeyri án þess að fjármunirnir hafi á þessari stundu verið fluttir úr landi. Meira
Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins í dag um að tveir stórir erlendir aðilar hafi fengið að skipta krónum í gjaldeyri hefur Seðlabankinn sent frá sér athugasemd. Meira
Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að „Ísland hefur færst nær því að vera heppilegur aðili að evrópska myntsvæðinu, en Ísland er hins vegar enn í þeim hópi Evrópuríkja sem minnstan ábata hefðu að slíkri aðild“ Meira
Seðlabanki Íslands kynnti í dag skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Seðlabankinn telur evruna vera vænlegasta kostinn ef annar gjaldmiðill er tekinn upp, en þar á eftir komi danska krónan. Meira
Greiningardeild Arion banka gagnrýnir Seðlabankann fyrir reiknikúnstir þar sem gömlu bankarnir og Actavis eru tekin út fyrir reikniformúlur Seðlabankans og er lagt til að leiðrétt verði einnig fyrir áhrifum þess þegar gömlu bankarnir komast í eigu kröfuhafa, en það mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Meira
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 49,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi samanborið við 47,1 milljarð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 12,8 milljarðar og 12 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Meira
Innlendir aðilar áttu 922 milljarða í erlendum verðbréfum í loks árs 2011 og jókst sú eign um 125,5 milljarða frá árinu á undan. Hlutdeildarskírteini töldust fyrir stærstum hluta eignanna, en 441,6 milljarðar eru í slíkum skírteinum. Meira
Seðlabanki Íslands hefur birt á heimasíðu sinni sérritið Varúðarreglur eftir fjármagnshöft; skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra. Segir í tilkynningu með skýrslunni að setja þurfi varúðarreglur til að verja fjármálakerfið meðan verið sé að losa um höftin. Meira
Greiningardeild Arion banka segir Seðlabankann saddan í bil og að gengisstyrking krónunnar hafi komið í veg fyrir vaxtahækkun. Hún gagnrýnir hins vegar bankann fyrir gengi krónunnar sem „fær ekki staðist“. Meira