Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann gagnrýnir frétt Bloomberg-fréttaveitunnar frá 19. febrúar. Segir hann að staðhæfingar sem þar séu settar fram séu blaðamanns en ekki hans sjálfs, þótt óbeint sé gefið í skyn að svo sé. Meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur nær ómögulegt fyrir litlar þjóðir að halda í sjálfstæða fljótandi mynt. Í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna segir Már að til þess að geta látið krónuna fljóta geti þurft að koma til annarra aðgerða sem séu ekki endilega áhugaverðar. Meira
Í viðtali Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, við Reuters-fréttaveituna felast fersk skilaboð um að verðbólgumarkmiðin hafi að hluta til vikið fyrir gengismarkmiðum. Þá er heilbrigði hagkerfisins í heild farið að spila stærri rullu í ákvarðanatökunni en áður. Meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að niðurstaða Icesave-málsins sé mjög jákvæð og að hún búi til grundvöll fyrir bætt lánshæfismat. Hann segir að gjörðir Breta gagnvart Íslendingum hafi mögulega skemmt fyrir þeim í málinu. Meira
Seðlabankastjóra finnst gengi krónunnar óþægilega lágt, en á föstudaginn hafði krónan ekki verið jafnlágt skráð gagnvart evru síðan 26. apríl 2010. Ríkissjóður ætti að búa sig undir að þurfa ekki að fjármagna sig innanlands frá og með 2014. Meira
Vandamálið varðandi útgreiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna er minna en af er látið, en það þarf að passa að tímasetning og leiðir greiðslna séu með þeim hætti að það raski ekki greiðslujöfnuði Íslands. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Meira
Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að „Ísland hefur færst nær því að vera heppilegur aðili að evrópska myntsvæðinu, en Ísland er hins vegar enn í þeim hópi Evrópuríkja sem minnstan ábata hefðu að slíkri aðild“ Meira