Nýherji skilaði 111 milljón króna hagnaði á síðasta ári, en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skattagreiðslur (EBITDA) var 481 milljón. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að af sölu eigin hugbúnaðar vegi sala á Tempo hugbúnaðinum þyngst. Rekstur erlenda hluta Applicons var óviðunandi að sögn forstjórans. Meira
Landsbankinn keypti á föstudaginn hlutabréf í Nýherja af Einari Sveinssyni. Þetta kemur fram í flöggunum til Kauphallarinnar. Einar átti fyrir viðskiptin um 11,5% hlut í Nýherja gegnum félögin Áning-fjárfestingar ehf., Gildruklettar ehf. og Hrómundur ehf. Meira
Sala dróst saman hjá Nýherja og var heildartap 15 milljónir á fyrstu 6 mánuðum ársins. EBITDA var 210 milljónir, rekstur Nýherja móðurfélags og TM Software ehf. gekk vel, meðan tap varð af rekstri erlendis. Meira