Eftir að viðræður við World Leisure Investment um byggingu lúxushótels við hlið Hörpu runnu út í sandinn, hefur Sítus verið í viðræðum við Auro Investment Partners um að reisa hótel á reitnum. Félagið er í eigu indverskra fjárfesta sem hafa reynslu af Íslandi. Fjárfestingin gæti numið 5 milljörðum Meira
Boðað hefur verið til fundar um miðja næstu viku milli lóðaeigenda hótelreitsins við Hörpuna og erlendra fjárfesta sem hafa áformað að byggja þar hótel undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Samkvæmt Pétri J. Eiríkssyni, stjórnarformaður Sítusar verður ekkert að frétta af málinu fyrr en eftir fundinn. Meira