Fjölmiðlasamsteypan 365 miðlar fékk fyrir helgi úthlutað tveimur 15 megariða tíðniheimildum í útboði Póst- og fjarskiptastofnunar, en fyrir heimildirnar greiddi fyrirtækið 120 milljónir. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að það komi sér á óvart hversu ódýrar tíðniheimildir séu hérlendis Meira
„Þetta er í sjálfu sér ekki nein ráðning. Hann er áfram í ráðgjafahlutverki eins og hann hefur verið undanfarin ár, en ekki í fullu starfi.“ Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, en Jón Ásgeir var í dag skilgreindur sem yfirmaður þróunarverkefna hjá fyrirtækinu. Meira
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ráðinn sem yfirmaður þróunarverkefna hjá 365 miðlum. Þetta kemur fram í nýju skipuriti sem birt hefur verið á heimasíðu félagsins. Aðaleigandi 365 miðla er eiginkona Jóns, Ingibjörg Pálmadóttir, en hún á beint 7,9% eignarhlut í félaginu. Meira