Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur nær ómögulegt fyrir litlar þjóðir að halda í sjálfstæða fljótandi mynt. Í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna segir Már að til þess að geta látið krónuna fljóta geti þurft að koma til annarra aðgerða sem séu ekki endilega áhugaverðar. Meira
Seðlabankastjóra finnst gengi krónunnar óþægilega lágt, en á föstudaginn hafði krónan ekki verið jafnlágt skráð gagnvart evru síðan 26. apríl 2010. Ríkissjóður ætti að búa sig undir að þurfa ekki að fjármagna sig innanlands frá og með 2014. Meira
Hugsanlegt er að Seðlabankinn verði árstíðasveiflujafnari á gjaldeyrismarkaði þar sem hann verður stórtækur í kaupum yfir sumartímann þegar gjaldeyrisinnflæði er sem mest, en stöðvi kaupin eða selji jafnvel gjaldeyri á veturna þegar krónan á erfiðara uppdráttar. Meira
Í nóvember lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 1,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt og hefur það lækkað um 7,0% frá því í ágúst. Meira
Ljóst er að íslensk ferðaþjónusta nýtur góðs af lágu raungengi krónunnar, líkt og aðrar útflutningsgreinar, en ferðamenn eyða nú þrefalt meira í krónum talið á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2007. Fjölgun ferðamanna yfir þetta tímabil er 42% Meira
Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Meira
Ummæli ráðherra um krónuna virðast ekki hafa áhrif á gengi gjaldmiðilsins. Þetta er niðurstaða könnunar greiningardeildar Arion banka á breytingum á gengi krónunnar eftir að ráðherrar hafa tjáð sig um hana. Meira
Daði Kristjánsson, verðbréfamiðlari hjá HF Verðbréfum, segir í viðtali við Bloomberg að krónan sé of sterk sem stendur og að Seðlabanki Íslands ætti að vinna að veikingu hennar til að auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna. Meira