Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Landsvirkjunar um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Fundurinn átti að fara fram á morgun, en jafnan sækja hann nokkur hundruð manns. Meira
Tekjutap Landsvirkjunar á síðasta ári vegna lokunar þriðja kerskála Rio Tinto í Straumsvík, í kjölfar ljósboga sem þar myndaðist, nam 16 milljónum dala. Það nemur rétt rúmlega 2 milljörðum króna. Meira
Á síðustu misserum hefur nokkuð verið í umræðunni að einkavæða hluta Landsvirkjunar. Meðal annars hefur hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson talað fyrir því að ríkið ætti að selja um 30% hlut sinn í félaginu. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur á sviði orkumála, segir að ekki sé hægt að bera þetta tvennt saman. Meira
Magnús Bjarnason, nýr forstjóri Icelandic group, segir að félagið sé meðal þeirra áhugaverðustu á Íslandi nú um mundir þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. Það sé meðal ástæðna þess að hann hafi ákveðið að stökkva til og breyta um starfsvettvang. Meira
Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Magnús Þór er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir langri reynslu á sviði samskipta. Meira
Álverð hefur lækkað um 20% síðan það náði hámarki í byrjun mars á þessu ári. Kostar tonnið af áli nú um 1900 Bandaríkjadollara, en kostaði þá 2.353 dollara. Landsvirkjun hefur á síðustu árum markvisst minnkað álverðstengingu raforkusamninga og því hefur lækkunin núna minni áhrif en áður á fyrirtækið. Meira