Kínverska netfyrirtækið Alibaba er ekkert voðalega þekkt á vesturlöndum, en engu að síður gæti það orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum heims á komandi árum. Fyrirtækið rekur söluvefsíður sem eru orðnar meðal þeirra vinsælustu á netinu. Meira
Facebook hefur á síðustu mánuðum verið að taka fyrstu skrefin til að koma til móts við kröfur fjárfesta um auknar tekjur og betri nýtingu á persónulegum upplýsingum, sem vefsíðan býr yfir, til að miða út væntanlega kaupendur. Meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, viðurkenndi að skráning fyrirtækisins á markað fyrr á árinu hefði verið vonbrigði, en hann taldi að í dag væri það vanmetið og að á næstunni myndi fólk sjá sókn þess á farsíma- og spjaldtölvumarkaðinn. Meira
Bréf í Facebook halda áfram að falla og eru nú rétt undir 20 Bandaríkjadollurum á hlut, en þegar þau fóru á markað voru þau metin á 38 dollara. Hafa bréfin lækkað um tæplega 6% það sem af er degi. Meira
Aukinn þrýstingur gæti komið á Facebook í þessari viku þegar opnað verður á viðskipti með stóran hluta af bréfum innherja og fjárfesta sem keyptu sig snemma inn í fyrirtækið. Nú þegar hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað um 43% síðan það var sett á markað fyrir þremur mánuðum. Meira
Samfélagsmiðlar eins og Facebook gætu litið út fyrir að vera hið fullkomna tækifæri fyrir fyrirtæki til að fá ókeypis auglýsingu. Ýmsar takmarkanir eru þó til staðar og íslensk fyrirtæki virðast ekki fullnýta þann mátt sem samfélagssíður bjóða upp á við auglýsingu. Meira
83 milljónir notenda á Facebook eru falskir notendur. Undir það flokkast tvískráningar, gæludýr, misskráð fyrirtæki og aðilar sem dreifa ruslpósti. Þetta eru um 8,7% af þeim 955 milljónum sem eru skráðar á síðuna. Meira