Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna segir í tilkynningu að engin tilvik séu um meint formfestuleysi við framkvæmd fjárfestinga og að upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar sé ekki í góðu lagi. Stjórnin bregst þar við athugasemdum Fjármálaeftirlitsins eftir gagnsæistilkynningu fyrr í dag. Meira
Fjármálaeftirlitið fann ekki dæmi þess efnis að viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hafi verið framkvæmd á grundvelli innherjaupplýsinga. Vakin er þó athygli á mikilvægi þess að þátttakendum í lokuðum útboðum sé gert ljóst fyrirfram um takmarkanir og skilmála, t.d. hvort fyrirvarar við tilboð séu heimilaðir. Meira
Anna Mjöll Karlsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, en Unnur Gunnarsdóttir, sem ráðin var forstjóri í júlí síðastliðinn, gegndi áður embættinu. Í tilkynningu á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að Anna hafi langa starfsreynslu í stjórnsýslunni og í dómskerfinu Meira
Stærstu viðskiptabankarnir þrír gætu þurft að bæta rúmlega 13 milljörðum til viðbótar við þá 67 milljarða sem hafa verið settir í varúðarfærslur vegna áhrifa dóms um lögmæti útreiknings á gengistryggðum lánum. Meira