Stjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2013-2014 var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Nýir stjórnarmenn eru Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Meira
Það sem stendur upp úr eru upphæðirnar, en samtals hafa skattahækkanir frá árinu 2008 verið um 87 milljarðar á verðlagi ársins 2013. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýja skýrslu sem samtökin létu gera um skattamál og kynnt var í morgun. Meira
„Við þurfum stöðugt að vera á tánum til þess að verja okkar starfsskilyrði“ sagði Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpunni í morgun, en hann segir að nýlegar áætlanir stjórnvalda um að framlengja tímabundinn orkuskatt séu án samráðs við stóriðjuna. Meira
„Við erum allt of lítillát. Við erum nefnilega ekki að biðja um neitt annað en að rekstrarumhverfi íslenskrar verslunar verði samkeppnishæft við það sem verslun í helstu nágrannalöndum okkar býr við.“ Þetta sagði Margrét Kristmannsdóttir á fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun og gagnrýndi skattaumhverfi sem verslun á Íslandi býr við. Meira
Um 80% af fatnaði sem keyptur er á Íslandi eru tvítolluð vegna skriffinnsku við að fá tolla endurgreidda þegar vörur eru keyptar frá Evrópusambandinu sem framleiddar eru utan þess. Of mikil skriffinnska kemur í veg fyrir að sótt er um endurgreiðslu á tollinum. Meira
Starfandi einstaklingum fjölgaði um 7500 í september miðað við sama tíma í fyrra. Atvinnulausum fækkaði einnig og eru nú 9 þúsund, miðað við rúmlega 10 þúsund í fyrra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í samtali við mbl.is að sér væri nokkuð léttara yfir þessum tölum en þeim sem birtust í júlí og ágúst. Meira
Aðeins 6,4% stjórnenda segja aðstæður í atvinnulífinu frekar góðar, meðan um helmingur telur þær slæmar og 45,5% telja þær hvorki góðar né slæmar. Þeir telja sig hafa nægt starfsfólk og að því muni jafnvel fækka lítillega á næstu mánuðum Meira
Tillögur Samtaka atvinnulífsins draga úr framkvæmd samkeppnislaga og færa ábyrgð markaðsráðandi fyrirtækja yfir á Samkeppnisyfirlitið og eru til þess fallnar að vinna að hagsmunum stórra og markaðsráðandi fyrirtækja á kostnað minni og meðalstórra fyrirtækja. Meira
Stór fyrirtæki og þau sem hugsanlega eru í markaðsráðandi stöðu skortir leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu um hvaða takmarkanir þeim eru settar og hvað þeim ber að varast. Meira
Nú í morgun gerði Innovit samning við Marel hf. um áframhaldandi samstarf. Þá var sömuleiðis gerður samningur við Samtök atvinnulífsins sem einnig hafa verið með frá upphafi um áframhaldandi stuðning við verkefnið. Meira
Kristín Þóra Harðardóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings á vinnumarkaðssviði hjá Samtökum atvinnulífsins. Kristín Þóra hefur undanfarin fimm ár starfað sem vinnuréttarlögfræðingur á mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar Meira