Gjaldþrot félagsins Mótormax ehf. nam rúmum 750 milljónum samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Lýstar kröfur í búið voru tæplega 908 milljónir, en 155 milljónir fengust upp í veðkröfur. Ekkert var greitt upp í almennar kröfur að fjárhæð 752,8 milljónir. Meira
Fyrirtækið Líf og heilsa ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 11. janúar síðastliðinn. Félagið var rekstraraðili hamborgarastaðarins Metro, en þetta er í annað skiptið á tveimur árum sem rekstraraðili hans fer í gjaldþrot. Meira
Engar eignir fundust í búi EM 13 ehf. upp í 4,3 milljarða kröfur á hendur félaginu. Áður hét félagið BNT hf. og var aðaleigandi N1 hf. Í lögbirtingablaðinu kemur fram að EM 13 hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 6. september á síðasta ári og að skiptum hafi verið lokið 15. janúar. Meira