Það er annað hvort hægt að vera áfram föst í fyrsta gír eða setja í fimmta gír og auka fjárfestingar, koma atvinnulífinu af stað og gera hagvöxtinn sjálfbæran. Þetta sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, á morgunfundi bankans þar sem ný hagvaxtaspá bankans var kynnt. Meira
Hagvöxtur mældist nokkru minni á síðasta ári en flestir höfðu gert ráð fyrir. Vöxturinn var 1,6%, og hægði verulega á honum frá árinu 2011 þegar hagvöxtur mældist 2,9% samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Minni fjárfesting og meiri innflutningur en vænst var virðist skýra lítinn vöxt í fyrra að miklu leyti. Meira
Nýlega birti Seðlabanki Íslands uppfærða stöðu af hagvexti síðasta árs. Lækkaði áætlaður hagvöxtur um nærri þriðjung, eða úr 3% niður í 2,2%. Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er gestur Sigurðar Más í viðskiptaþættinum að þessu sinni. Meira
Í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans er dregin upp nokkuð verri mynd af stöðu mála hér á landi en Seðlabankinn hefur áður gert. Hagvaxtarspá bankans fyrir árið 2013 er lækkuð úr 3% niður í 2,1% frá því í spá bankans frá í nóvember. Einnig er endurskoðuð spá fyrir árið 2012 lækkuð úr 2,5% niður í 2,2%. Meira
Landsframleiðslutölur sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun benda til þess að talsvert hafi dregið úr vexti hagkerfisins. Nýjustu tölur benda til þess að landsframleiðslan hafi aukist um 2,0%.. Miðað við þær tölur virðast flestar þær spár sem birtar hafa verið undanfarið ofmeta gang hagkerfisins. Meira
Þrátt fyrir mikið fall í hruninu hefur uppgangurinn verið þokkalegur hérlendis ef miðað er við ríki Evrópu og OECD. Ísland er ofarlega þegar litið er til hagvaxtar og lítils atvinnuleysis, en á móti kemur að fá ríki eru eins miklir verðbólgutossar og við. Meira
„Bankakerfið er orðið vel starfhæft og fjárhagsstaða bæði fyrirtækja og heimila er nú allt önnur en var strax eftir hrunið.“ Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, en spáin er frekar jákvæð, þrátt fyrir að bent sé á nokkur atriði sem enn þurfi að huga að og bæta. Gert er ráð fyrir 3,2% hagvexti í ár. Meira
Seðlabankinn virðist hafa tilhneigingu til að vanspá hagvexti í eins og tveggja ára spám sínum, en virðist að sama skapi vera nokkuð hittinn á leitni hagvaxtar og sjá fyrir upp- og niðursveiflur. Þetta kemur fram í markaðspunktum Arion banka, en þar eru allar spár peningamála síðasta áratuginn skoðaðar. Meira
Seðlabanki Bretlands hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Bretland niður í 0%. Áður hafði bankinn gert ráð fyrir tæplega 1% hagvexti. Sagði í tilkynningu að skuldavandi evruríkjanna og erfiðar aðstæður til lántöku heima fyrir væru aðalorsakavaldar fyrir breyttri spá. Meira
Samdráttur í efnahagslífi Bretlands á öðrum ársfjórðungi var 0,7% og nokkuð verri en markaðurinn hafði gert ráð fyrir. „Við vitum öll að Bretland er í djúpum efnahags vandræðum og þessar vonsvíkjandi tölur staðfesta það“ sagði George Osborne fjármálaráðherra Bretlands. Meira