Breski HSBC bankinn skoðar nú frekari uppsagnir, en í Financial Times í dag er sagt frá því að 5000 uppsagnir gætu verið í burðarliðnum á næstunni hjá þessum stærsta banka Evrópu. Heildaruppsagnir síðustu tveggja ára gætu stefnt í 35 þúsund manns. Meira
Svissneskir bankar hafa sent upplýsingar um eigin starfsmenn til bandarískra skattayfirvalda til að koma í veg fyrir ákærur í Bandaríkjunum um að þeir hafi aðstoðað við skattsvik. Eru gögnin hluti af miklum upplýsingum sem hafa verið sendar til yfirvalda vestan hafs. Meira
Breski HSBC-bankinn skilaði 8% minni hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrra ár. Voru sektargreiðslur vegna aðkomu að peningaþvætti í Bandaríkjunum og mögulegra galla við tryggingasölu í Bretlandi talin aðalástæða fyrir þessari lækkun. Meira