Leigumarkaðurinn virðist enn vera í mikilli sókn og birtist það meðal annars í biðlistum eftir stúdentaíbúðum og hækkandi leiguverði undanfarna 12 mánuði. Þrátt fyrir það fækkaði nýjum leigusamningum um 9% á milli ára eða um 868 niður í 9084 á síðasta ári. Meira
Viðskipti á íbúðarhúsnæði eru ennþá að mestu milli einstaklinga og sveiflur í kaupum og sölum fyrirtækja á íbúðarhúsnæði hafa ekki verið miklar síðustu 6 árin. Nokkur umræða hefur verið upp á síðkastið þess efnis að fasteignasjóðir séu að kaupa upp mikið af eignum. Meira
Samkvæmt talningu hjá Samtökum iðnaðarins eru aðeins 545 íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fokheldar eða lengra komnar. Af þeim eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar (á byggingarstigi 6 og 7) og hefur þeim fækkað um 292 á innan við ári. Meira
Sala á sementi hefur aukist um 27,2% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofu Íslands. Segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, að „tilfinningin í vor hafi verið að íbúðamarkaðurinn væri að fara í gang“ og að tölurnar staðfesti það. Meira