Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri jókst á milli ára og var neikvætt um 51,1 milljarð samanborið við 70,3 milljarða á sama tímabili 2011. Tekjur reyndust 43,2 milljörðum hærri en í fyrra en gjöldin jukust um 18,9 milljarða milli ára. Meira
Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 19,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins að því er fram kemur í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Er þetta lækkun úr 29,7 milljörðum á sama tíma í fyrra. Tekjur jukust um 37,8 milljarða og gjöld fóru upp um 19 milljarða. Mest munar um hækkun vaxtagjalda. Meira