Eftir að viðræður við World Leisure Investment um byggingu lúxushótels við hlið Hörpu runnu út í sandinn, hefur Sítus verið í viðræðum við Auro Investment Partners um að reisa hótel á reitnum. Félagið er í eigu indverskra fjárfesta sem hafa reynslu af Íslandi. Fjárfestingin gæti numið 5 milljörðum Meira
Stór hluti gistináttaskatts, sem settur var á um síðustu áramót, skilar sér ekki til ríkissjóðs. Skv. opinberum tölum ber um 50% út af þegar tekið er mið af hótelum, gistiheimilum og öðrum sem eiga að greiða skattinn. Hótelrekandi segir að þeir sem ekki vilji greiða skattinn komist upp með það. Meira
„Þarna er verið að tvöfalda virðisaukaskattinn á okkur, sem eru gífurleg vonbrigði.“ Þetta segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, um ummæli Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, þess efnis að virðisaukaskattur á gistiþjónustu verði hækkaður í 14%. Meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea skoðar um þessar mundir að fara inn á lággjalda hótelmarkaðinn í Evrópu með því að opna 100 slíka gististaði víðsvegar um álfuna. Hótelin munu þó ekki bera nafn keðjunnar og verða rekin af þekktum hótelrekstraraðila, að því er fram kemur á fréttavef CNN. Meira