Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að 12 mánaða verðbólga muni hjaðna nokkuð í mars og fara úr 4,8% niður í 4,3%. Gert er ráð fyrir að á komandi mánuðum muni svo verðbólgan halda sig í kringum 4%. Meira
„Það kann að verða einhvern tíman eitthvað misræmi, en að setja heilt samfélag á hvolf vegna misræmis sem kann að lagast á næstu 3 til 5 árum“ er ekki skynsamlegt. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor um hvort ráðast þurfi gegn verðtryggingunni. Meira
Tólf mánaða verðbólga mun hækka úr 4,2% upp í 4,3% gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Gerir bankinn ráð fyrir að hún muni svo hjaðna á næstu mánuðum, en þó haldast yfir 3%. Meira
Hækkun vísitölu neysluverðs mældist 0,27% í janúar og mælist ársverðbólgan áfram 4,2%. Greiningardeild Arion banka segir að þrátt fyrir hærri niðurstöðu en greiningaraðilar hafi búist við sé ekki líklegt að þetta hafi áhrif á vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. Meira
Íbúðarlán hafa hækkað um 21,6 milljarða á síðustu 3 árum vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um skattálögur og höfuðstól íbúðalána. Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan muni standa óbreytt þegar Hagstofa Íslands birtir janúar mælingu sína á vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan fara niður í 3,9% og vera innan efri vikmarka verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í fyrsta sinn síðan í maí 2011. Meira
Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar, en gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Helstu áhrifaþættir fyrir lækkuninni eru útsöluáhrifin og minni gjaldskrárhækkanir en almennt hafa verið síðustu ár. Meira
Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í janúar frá fyrri mánuði, en það leiðir til þess að 12 mánaða verðbólga lækkar úr 4,2% niður í 3,9%. Á næstu misserum gerir greiningin svo ráð fyrir 3 til 4% verðbólgu. Meira
Samkvæmt nýbirtri mælingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóvember og desember. Er þetta verulega undir þeirri hækkun sem spáð var, en opinberar spár gerðu ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða. Með vorinu geti verðbólga svo farið niður í 4% í janúar og nálgast 3% með vorinu. Meira
Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,3% í desember samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan áfram mælast 4,5% í desember. Meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Árstaktur verðbólgunnar fer því úr 4,2% í október upp í 4,5% í nóvember. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0 til 0,3% hækkun. Mestu hækkunarvaldar voru flugfargjöld auk mats og drykkjar. Meira
Framan af næsta ári má búast við hjöðnun verðbólgu, enda hækkaði verðlag skart á fyrri hluta yfirstandandi árs og því detta myndarlegar hækkunarmælingar úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs á fyrri helmingi næsta árs. Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólgan fari niður í 3% um mitt næsta ár Meira
Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans er ótrúverðug og ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í 2,5% á þriðja ársfjórðungi ársins 2014. Greiningardeild Íslandsbanka segir raunhæfara að verðbólgan verði um 4% og bendir á að markaðsaðilar virðist einnig vera vantrúaðir á spá Seðlabankans. Meira
Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Meira
Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,4% í október, en 12 mánaða verðbólga mun við það haldast óbreytt í 4,3%. Jafnframt mun lítil breyting verða á verðbólgu næstu mánuðina, að því er fram kemur í morgunkorni greiningadeildar Íslandsbanka. Meira
Það lítur út fyrir að verðbólgan verði búin að éta upp alla þá launahækkun sem varð af 7% kjarasamningsbundinni hækkun í júní í fyrra, að því er fram kemur í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,7% milli mánaða nú í september og að ársverðbólgan fari úr 4,1% upp í 4,2%. Hagstofan mun í næstu viku birta vísitölumælingu fyrir september og hafa greiningardeildir og aðrir opinberir aðilar á síðustu dögum birt spá sína. Meira
Vísitala neysluverðs mun í september hækka um 0,7% og við það hækka ársverðbólguna úr 4,1% í 4,2% að sögn greiningardeildar Arion banka. Í kjölfarið mun þetta hafa áhrif á horfur til næstu mánaða og er gert ráð fyrir að ársverðbólgan verði komin í 4,5% í árslok. Meira
Eftir lækkun vísitölu neysluverðs í morgun spáir greiningardeild Íslandsbanka því að verðbólga ársins verði ekki yfir 4,5%, sem er nokkuð undir fyrri spám. Meira