Farfuglaheimilið Loft er nýjasta viðbótin í fjölskyldu Farfugla á höfuðborgarsvæðinu, en það opnaði dyr sínar fyrir gestum í dag. Loft er hvort tveggja vistvænt farfuglaheimili og kaffihús með útsýnissvölum yfir Þingholtin, en hostelið er staðsett að Bankastræti 7 og er pláss fyrir 100 gesti þar. Meira
Samblanda af hóteli, farfuglaheimili og veitingastað með bar. Þannig hljómar lýsingin á nýjasta gististað bæjarins sem mun opna á Laugavegi 105. Eigendur og rekstraraðilar telja svæðið verða næsta heita uppbyggingarsvæði í miðbænum. Hótelið verður blanda af farfuglaheimili og hóteli. Meira
Í vor verður opnað nýtt hótel í miðbænum í Kirkjuhvolshúsinu, þar sem Pelsinn var áður til húsa. Heildarfjöldi herbergja verður 17, en meðalstærð þeirra verður tæplega 40 fermetrar. Lagt er upp með lággjaldaumgjörð, en mikil þægindi innandyra. Meira
Með fjölgun þrepa á virðisaukaskatt vegna gistiþjónustu flækist skattkerfið og aukin hætta verður á undanskotum samkvæmt mati ríkisskattstjóra. Heimildarmenn sem mbl.is hefur rætt við innan hótelgeirans segja að þetta muni bjóða upp á allskonar reiknikúnstir og taka undir áhyggjur skattstjóra. Meira
Stór hluti gistináttaskatts, sem settur var á um síðustu áramót, skilar sér ekki til ríkissjóðs. Skv. opinberum tölum ber um 50% út af þegar tekið er mið af hótelum, gistiheimilum og öðrum sem eiga að greiða skattinn. Hótelrekandi segir að þeir sem ekki vilji greiða skattinn komist upp með það. Meira
Tæplega fjórðungur herbergja á höfuðborgarsvæðinu sem eru í gistiþjónustu er óleyfilegur og ekki með skráðan rekstur. Þetta segir Kristófer Oliversson, forstjóri Center Hotels, en hann vill að stjórnvöld einbeiti sér að upprætingu ólöglegs rekstrar. Meira
Breyting á virðisaukaskatti á gistiþjónustuaðila getur haft neikvæð áhrif á innkomu virðisauka upp á allt að 2,2 milljörðum. Auk þess myndi ferðamönnum fækka og þjóðhagslegar tekjur vegna dvalar þeirra minnka töluvert. Könnunin sýndi einnig að rekstur margra hótela yrði ósjálfbær með hækkun. Meira