Íslendingar þurfa á næstu árum að passa sig á því að skapa ekki þenslu vegna væntinga um eitthvað sem þurfi ekki endilega að gerast. Það væri þensla án velmegunar. Þetta segir Gunnlaugur Jónsson í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann telur að opnun olíuleitarsvæðis við Grænland búi til möguleika hér á landi. Meira
„Í hverri borun eru minnihlutalíkur, en yfir langt tímabil safnast þær líkur saman þegar borað er víða, svo á endanum hef ég trú á því að olían geti fundist á svæðinu.“ Þetta segir Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður í Kolvetnum ehf., en hann er viðmælandi Sigurðar Más í nýjasta viðskiptaþættinum. Meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnumála- og nýsköpunarráðherra, sagði í Speglinum í gær að þrátt fyrir sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis væri ekki í hendi að leyfi fyrir frekari vinnslu og borunum fengist. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri segir að ekki sé hægt að neita fyrirtækjum um slíkt uppfylli þau öll skilyrði. Meira
Fimm fyrirtæki standa á bak við hópana sem fengu úthlutað leyfum til leitar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í morgun. Meðal þeirra sem koma að félögunum eru Jón Helgi Guðmundsson í Byko, Mannvit, Olís, Verkís og hæstaréttarlögmaðurinn Gísli Baldur Garðarsson. Meira
Kjell Pedersen, framkvæmdastjóri norska ríkisolíufélagsins Petoro, segir að nægjanlegar vísbendingar um olíu á Drekasvæðinu svo það teljist mjög áhugavert til frekari rannsókna. Hann ítrekaði nauðsyn þess að horfa á olíuleit sem langhlaup þar sem tímaramminn væri í áratugum en ekki árum. Meira
Íslensk olíulöggjöf er ekki samkeppnishæf við lönd í kringum okkur og hefur orsakað lítinn áhuga á sérleyfisútboðum á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í í nýjasta pistli Ketils Sigurjónssonar á viðskiptavef mbl.is. Meira
Ketill Sigurjónsson, ráðgjafi á sviði orkumála, hefur bæst við hóp pistlahöfunda á viðskiptavef mbl.is. Í fyrsta pistli sínum ber hann útboð Orkustofnunar á sérleyfum til kolvetnisleitar á Drekasvæðinu saman við það hvernig nokkrum öðrum löndum á norðurslóðum hefur tekist til við slík útboð. Meira