Áhugi olíu- og gasiðnaðarins hefur farið dvínandi á heimskautasvæðinu, en helstu ástæður þess eru breytt mynd á alheimsmarkaði með gas og einokun ríkisolíufyrirtækjanna í Rússlandi. Undantekningin frá þessu er þó Noregshluti Barentshafsins þar sem talsverðar líkur eru á olíufundi. Meira
Íslensk olíulöggjöf er ekki samkeppnishæf við lönd í kringum okkur og hefur orsakað lítinn áhuga á sérleyfisútboðum á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í í nýjasta pistli Ketils Sigurjónssonar á viðskiptavef mbl.is. Meira
Eftir áratuga þreifingar í olíuleit virðist sem Írland sjái loksins fram á að njóta ávaxta af verkefninu. Fyrirtækið Providence Resources Plc, sem skráð er bæði í Írlandi og Bretlandi, hefur staðfest fund á 280 milljónum tunna af olíu á Barryoe-svæðinu. Meira
Ketill Sigurjónsson, ráðgjafi á sviði orkumála, hefur bæst við hóp pistlahöfunda á viðskiptavef mbl.is. Í fyrsta pistli sínum ber hann útboð Orkustofnunar á sérleyfum til kolvetnisleitar á Drekasvæðinu saman við það hvernig nokkrum öðrum löndum á norðurslóðum hefur tekist til við slík útboð. Meira