Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 29,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi samanborið við 52,8 milljarða óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Nettóskuldir þjóðarbúsins jukust um 345 milljarða milli ársfjórðunga, en það má reka til skráningar Seðlabankans á innistæðum þrotabúa gömlu bankanna sem gjaldeyrisforða. Meira
Októbermánuður var næststærsti útflutningsmánuður frá upphafi, sé litið fram hjá óreglulegum liðum á borð við skip og flugvélar, en útflutningur var 16,1% meiri en hann var í október í fyrra, reiknað á sama gengi. Meira
Greiningardeild Arion banka gagnrýnir Seðlabankann fyrir reiknikúnstir þar sem gömlu bankarnir og Actavis eru tekin út fyrir reikniformúlur Seðlabankans og er lagt til að leiðrétt verði einnig fyrir áhrifum þess þegar gömlu bankarnir komast í eigu kröfuhafa, en það mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Meira
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 49,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi samanborið við 47,1 milljarð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 12,8 milljarðar og 12 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Meira