Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, hefur hótað að brjóta upp stóru bankana ef þeir hunsa nýjar reglur sem eru ætlaðar til að lágmarka skaða skattgreiðenda af fjármálaáföllum. Meira
Meirihluti breskra þingmanna styður aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka að því er fram kemur í frétt Financial Times. Segir þar að samkvæmt árlegri könnun sem fyrirtækið Ipsos Mori standi fyrir séu tveir þriðju þingmanna meðfylgjandi aðskilnaðinum. Meirihluti í öllum flokkum er þessu fylgjandi. Meira
Steingrímur J. Sigfússona, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir að hugmyndir um heildarumgjörð laga um íslenskt fjármálakerfi séu ekki umbylting, en að þar sé ábyrgð og verklag gert skýrara. Segir hann nauðsynlegt að sameinuð stofnun Fjármálaeftirlits og Seðlabanka yrði mjög valdamikið, en að slíkt væri nauðsynlegt í litlu samfélagi Meira
Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka. Álfheiður Ingadóttir mælti fyrir tillögunni, en auk hennar eru 15 flutningsmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Tillagan var áður lögð fram á síðasta þingi, en varð ekki útrædd. Meira
„Það er nánast upp á dag núna fjögur ár frá hruni og við erum rétt að byrja að skoða raunverulegar ástæður og hvernig við getum breytt kerfinu þannig að þetta gerist ekki aftur,“ segir Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka. Meira
Rúmlega 80% landsmanna eru fylgjandi aðskilnaði á starfsemi fjárfestingabanka og viðskiptabanka að því er fram kemur í nýrri könnun sem Capacent framkvæmdi að beiðni Straums fjárfestingabanka. Meira
Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, var afdráttarlaus á fundi um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka í Hörpunni í dag. Sagði hann að stóru bankarnir þrír væru allt of stórir og ekki í takt við nútímann. Telur hann að aðskilja eigi þessa starfsemi til að draga úr áhættu Meira