Ekki er hægt að bera saman lagningu sæstrengs frá Noregi til Evrópu og frá Íslandi til Evrópu. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Rætt hefur verið um að leggja 700 megavatta, en uppsett afl raforkuvera hérlendis um 2600 megavött. Meira
Lagning rafmagnssæstrengs frá Íslandi til Evrópu myndi hækka raforkuverð hér á landi töluvert og þannig skila auknum tekjum til ríkisins. Ríkið gæti aftur á móti nýtt þann auka hagnað sem það fær til að niðurgreiða raforkuverð hérlendis eða með annarri dreifingu ábatans. Meira
Á síðustu misserum hefur nokkuð verið í umræðunni að einkavæða hluta Landsvirkjunar. Meðal annars hefur hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson talað fyrir því að ríkið ætti að selja um 30% hlut sinn í félaginu. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur á sviði orkumála, segir að ekki sé hægt að bera þetta tvennt saman. Meira
Raforkuskatturinn sem var settur á árið 2009 og áætlað var að félli niður í lok árs 2012 mun áfram vera í gildi fram til ársins 2018. Þetta staðfestir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við mbl.is. Segir hún tímabundnar aðstæður ríkissjóðs og erfiðleika í efnahagslífinu kalla á áframhaldandi skattheimtu. Meira
Regluverk í Evrópu um flutning á rafmagni er eins og hannað fyrir Íslendinga til að koma með græna orku inn á Evrópumarkaðinn. Íslendingar eiga möguleika á að fá toppaverði fyrir orkuna, líkt og Norðmenn sem selja orku til meginlandsins með sæstreng. Meira
Raforkuframleiðsla hefur aukist um 124% frá aldamótum, frumorkunotkun hefur einnig farið upp um 70% og hlutfall sérfræðinga hjá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækjum sem starfa í orkugeiranum hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Meira