Það er heilmikil áskorun að reka ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans „og þá sérstaklega vegna þeirrar miklu árstíðarsveiflu sem er í komu erlendra ferðamanna“. Hann segir að arðsemin sé ágæt í stærri fyrirtækjum, en að þau minni eigi oft í miklum vandræðum. Meira
Herbergjanýting á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi vestra er sú slakasta á landinu, en þar var nýtingin aðeins um 31% árið 2011. Meðalnýting yfir landið var um 46%, en hæst er hún á höfuðborgarsvæðinu, eða um 57%. Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan muni standa óbreytt þegar Hagstofa Íslands birtir janúar mælingu sína á vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan fara niður í 3,9% og vera innan efri vikmarka verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í fyrsta sinn síðan í maí 2011. Meira
Á ríkissjóði hvílir um 400 milljarða skuldbinding vegna lífeyrisréttinda og engar sérstakar aðgerðir virðast í gangi til að bregðast við þeirri stöðu. Ef ríkissjóður stendur ekki við skuldbindingar sínar mun B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga stefna í þrot árið 2026. Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,7% milli mánaða nú í september og að ársverðbólgan fari úr 4,1% upp í 4,2%. Hagstofan mun í næstu viku birta vísitölumælingu fyrir september og hafa greiningardeildir og aðrir opinberir aðilar á síðustu dögum birt spá sína. Meira