Fólk er byrjað að elta hlutabréf sem eru hátt verðlögð og það veit ekki á gott. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði og fjárfestir, en hann telur að hækkun sumra félaga sé um efni fram. Meira
„Þessi allsherjarlausn sem stjórnmálaflokkarnir bjóða, hún boðar ekkert annað en verulega verðbólgu og verulega skert lífskjör.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði, í nýjasta Viðskiptaþættinum með Sigurði Má. Hann gagnrýnir þar hugmyndir um flata niðurfærslu lána. Meira
Íslenska skattkerfið hvetur til skuldsetningar og dregur úr sparnaði. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason í Viðskiptaþættinum með Sigurði Má. Vilhjálmur segir að búið hafi verið til ójafnvægi hér sem ýti undir vandann hérlendis. Meira
„Það kann að verða einhvern tíman eitthvað misræmi, en að setja heilt samfélag á hvolf vegna misræmis sem kann að lagast á næstu 3 til 5 árum“ er ekki skynsamlegt. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor um hvort ráðast þurfi gegn verðtryggingunni. Meira
Björgólfur Thor Björgólfsson svarar fyrir sig í nýjum pistli á heimasíðu sinni og segir Vilhjálm Bjarnason og aðra sem standi að baki málaferlunum gegn sér vilja „kynda bálið og láta helvítis útrásarvíkinginn hafa það“. Einnig kemur fram að Björgólfur hafi heyrt að menn sem hafi horn í síðu hans standi á bak við málaferlin. Meira