„Áliðnaður er atvinnugrein sem sumir elska að hata“, þrátt fyrir það virðist jákvæðni í garð greinarinnar hafa aukist á síðustu árum. Þetta sagði Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi á ársfundi Samáls í dag. Hann kom inn á nokkur atriði varðandi neikvæða sýn fólks á álver, meðal annars þensluáhrif sem hann taldi ekki rétt. Meira
„Við þurfum stöðugt að vera á tánum til þess að verja okkar starfsskilyrði“ sagði Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpunni í morgun, en hann segir að nýlegar áætlanir stjórnvalda um að framlengja tímabundinn orkuskatt séu án samráðs við stóriðjuna. Meira
Raforkuskatturinn sem var settur á árið 2009 og áætlað var að félli niður í lok árs 2012 mun áfram vera í gildi fram til ársins 2018. Þetta staðfestir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við mbl.is. Segir hún tímabundnar aðstæður ríkissjóðs og erfiðleika í efnahagslífinu kalla á áframhaldandi skattheimtu. Meira
Samtök álframleiðenda saka stjórnvöld um að svíkja samkomulag sem gert var við ríkisstjórnina um greiðslu á nýjum raforkuskatti sem lagður er á hverja kílóvattsstund og um fyrirframgreiðslu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum fyrir árin 2013 til 2018. Meira