Nú nálgast áramót og á þeim tímamótum strengja menn heit og ætla sér að gera betur á komandi ári en því sem er að líða. Forgangsröðun verkefna, hvort sem er í vinnu eða í einkalífi, er afar mikilvæg fyrir árangursmiðað fólk. Meira
Frosti Jónsson, sérfræðingur hjá Birtingarhúsinu, er gestur vikunnar í Alkemistanum. Nýlega er farið að bjóða þjónustu sem kallast stafræn miðlun auglýsingaborða sem er nýlunda á íslenskum auglýsingamarkaði. Meira
Íslenskur sjávarútvegur stendur nú höllum fæti á mörkuðum. Ein af orsökum þess er skortur á langtímafjárfestingum í markaðsmálum. Í þessum þætti af Alkemistanum, sem er sá fyrsti sérstaki um markaðsmál sjávarútvegsins, fer Viðar Garðarsson yfir málið eins og það blasir við honum. Meira
Í Alkemistanum að þessu sinni skoðar Viðar Garðarsson notkun vildarklúbbs Stöðvar 2 á fígúrunni Tong sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Hversu vel passar herra Tong við ímynd Stöðvar 2 vild? Meira
Næstkomandi fimmtudag mun Seth Godin, einn eftirsóttasti markaðsmaður heims, flytja fyrirlestur hér á landi á vegum ÍMARK. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri WOW air og formaður ÍMARK, spjallaði við Viðar Garðarsson í Alkemistanum um komu Godin. Meira
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Alkemistann að það sé best fyrir fyrirtæki að koma hreint fram ef upp koma vandamál. Ekkert þýði að reyna að fela þau og í slíkum tilfellum telur hún rétt af stjórnanda að upplýsa viðskiptavini hvað fór úrskeiðis og hvernig verði tekið á málinu. Meira
Íslensku markaðsverðlaunin voru afhent fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn á Hilton hóteli. Í ár var Marel valið Markaðsfyrirtæki ársins 2012. Í nýjasta þætti Alkemistans lítur Viðar Garðarsson inn á verðlaunaafhendinguna og ræðir við Ingólf Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðssviðs Marels. Meira