„Fasteignaverð á stað eins og Vestmannaeyjum það hefur hækkað og hækkað. Þar eins og annarsstaðar hefur lítið verið byggt af því að það er dýrt að byggja. Það er stöðug eftirspurn eftir húsnæði vegna þess að það er nóg vinna og þá hækka verðið.“ Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands. Meira
„Það eru allt önnur öfl sem ráða þróuninni úti á landi.“ Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands, en í þættinum Viðskipti með Sigurði Má ræðir hann um fasteignamarkaðinn á landsbyggðinni. Meira
Eftir hrun hefur leigumarkaðurinn stækkað töluvert mikið. Verðið hefur hækkað og nýlega fóru félög að kaupa upp mikið magn fasteigna með það að markmiði að fara út á leigumarkaðinn fyrir einstaklingsíbúðir. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þetta vera þroskamerki á leigumarkaðinum. Meira
Yngsta kynslóðin sem kaupir sína fyrstu íbúð er alveg úti úr myndinni á fasteignamarkaðinum í dag og nauðsynlegt er að koma þeim til aðstoðar, bæði með auknu framboði af hentugu húsnæði og jafnvel aðstoð vegna slæmrar eiginfjárstöðu. Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Meira