Kristján L. Möller samgönguráðherra segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með frestun byggingarreglugerðarinnar, en málið hefur verið mjög umdeilt síðustu misseri. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tekur undir með Kristjáni, en báðir leggja áherslu á að næstu mánuðir verði nýttir vel. Meira
Mosfellsbær kynnti í dag lækkun á lóðaverði fyrir atvinnuhúsnæði. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sagði á fundi í dag að verið væri að gefa 35 til 50% afslátt af gatnagerðagjöldum auk þess að fella niður byggingarréttargjöld. Meira
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga. Meira
„Verktakar sem eru að fjárfesta í dag sjá fyrir hækkanir á verði íbúða,“ segir Guðmundur Guðmundsson, einn eigenda verktakafyrirtækisins Dverghamars, en hann telur að verð á húsnæði þurfi að hækka svo nýleg verkefni komi jákvætt út fyrir verktaka og fjárfestingar haldi áfram. Meira
Samkvæmt talningu hjá Samtökum iðnaðarins eru aðeins 545 íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fokheldar eða lengra komnar. Af þeim eru ekki nema 192 íbúðir íbúðarhæfar (á byggingarstigi 6 og 7) og hefur þeim fækkað um 292 á innan við ári. Meira
Óvenjulega hátt hlutfall er af sérbýlum í Reykjavík og er borgin byrjuð að leggja áherslu á fjölbýli miðsvæðis. Mikið sé um fyrirspurnir og áform frá verktökum varðandi að byggja fjölbýli inn á við í Reykjavík í stað þess að halda upp í úthverfin. Meira
Markaðsvirði fasteigna hefur hækkað töluvert síðasta árið og verð á íbúðum í fjölbýli hefur farið upp um 15% síðan í janúar 2011 og leiguverð hefur einnig hækkað mikið. Fjárfestingar í íbúðarhúsnæði eru enn í lágmarki og því gæti verð hækkað enn frekar á næstunni. Meira
Í talningu sem framkvæmd var af Samtökum iðnaðarins á tómu nýbyggðu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki sé mikið um íbúðir í fjölbýli sem séu á síðustu byggingarstigum. Meira
Sala á sementi hefur aukist um 27,2% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofu Íslands. Segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, að „tilfinningin í vor hafi verið að íbúðamarkaðurinn væri að fara í gang“ og að tölurnar staðfesti það. Meira