Stóru bankarnir þrír hafa á síðustu 4 árum endurgreitt viðskiptavinum sínum rúmlega 9 milljarða í formi peningagreiðslna eða lækkunar á höfuðstóli lána. Í kjölfar tilkynningar Íslandsbanka um 2,5 milljarða endurgreiðslu tók mbl.is saman upplýsingar um endurgreiðslur og afslætti bankanna. Meira
Á næstu misserum mun niðurstaða liggja fyrir í þremur málum sem Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar. Þá verður ennfremur tekin afstaða til fleiri rannsókna á næstunni, svo sem kvartanir vegna óeðlilega hás uppgreiðslugjalds hjá stjóru bönkunum þremur. Meira
Royal Bank of Scotland hefur samþykkt að greiða 612 milljónir Bandaríkjadollara til breskra og bandarískra eftirlitsaðila vegna aðildar sinnar að Libor hneykslinu, sem fyrst kom upp í fyrra. Meira
Danska ríkisstjórnin á ekki að koma bönkum sem teljast „of stórir til að falla“ til aðstoðar í framtíðinni. Í stað þess munu bankarnir þurfa að sýna fram á hærra eiginfjárhlutfall til að komast hjá skakkaföllum ef önnur bankakreppa ríður yfir. Meira
Mikið hefur gengið á í bankaheiminum á þessu ári og hvert hneykslismálið rekið annað. Mesta umfjöllun fékk Libor-vaxtasvindlið, en þar er talið að nokkrir af stærstu bönkum heims hafi haft óeðlileg áhrif á vextina með því að senda inn villandi og rangar upplýsingar. Mörg fleiri mál komu einnig upp. Meira
Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, var afdráttarlaus á fundi um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka í Hörpunni í dag. Sagði hann að stóru bankarnir þrír væru allt of stórir og ekki í takt við nútímann. Telur hann að aðskilja eigi þessa starfsemi til að draga úr áhættu Meira
Evrópskir bankar virðast hafa fundið leið til að sýna fram á mikinn hagnað og betri eiginfjárstöðu, en taka í leiðinni töluverða áhættu og veðja á lágan vaxtakostnað í framtíðinni og verða háðari lántöku frá evrópska seðlabankanum. Meira