Þrátt fyrir að útflutningsverðmæti sjávarútvegsins og áliðnaðarins sé svipað þá er hlutur sjávarútvegsins af landsframleiðslu mun meiri. Þetta stafar meðal annars af því að áliðnaðurinn hefur ekki verið lengi í þeirri stærðargráðu sem hann er í dag. Enn eru miklir þróunarmöguleikar í stöðunni fyrir greinina. Meira
Stóriðjan er hvorki sveifluhvetjandi né ryður hún frá öðrum fjárfestingarkostum. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Meira
„Áliðnaður er atvinnugrein sem sumir elska að hata“, þrátt fyrir það virðist jákvæðni í garð greinarinnar hafa aukist á síðustu árum. Þetta sagði Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi á ársfundi Samáls í dag. Hann kom inn á nokkur atriði varðandi neikvæða sýn fólks á álver, meðal annars þensluáhrif sem hann taldi ekki rétt. Meira
Tæplega 61% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi. Íbúar austurlands eru jákvæðastir gagnvart áliðnaði hér á landi en 74% aðspurðra þar sögðust jákvæð gagnvart greininni. Meira
Viðmælandi Sigurðar Más í viðskiptaþættinum að þessu sinni er Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Miklar tafir hafa orðið á framkvæmdum við álverið í Helguvík, en nú þegar hefur um 15 milljörðum verið varið í verkefnið. Meira
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls fer yfir 8 ára sögu Helgavíkur verkefnisins í samtali við Sigurð Má. Þegar grænt ljós verður komið á öll mál segir Ragnar að um tvö til tvö og hálft ár muni taka þangað til framleiðsla hefjist, en nú þegar hefur um 15 milljörðum verið varið í verkefnið. Meira
Viðmælandi Sigurðar Más í Viðskiptaþættinum í dag er Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Hann segir það hagkvæmt að reka álver á Íslandi og að hér hafi menn góð tök á framleiðslutækninni. Skilyrðin fyrir langtímarekstri álvera eru því góð hérlendis. Meira
Gert er ráð fyrir að um 100 manns muni vinna við framkvæmdir þegar framleiðslugeta Norðuráls verður aukin. Við það bætist töluverður fjöldi starfa í steypuskálum, flutningum og öðrum tilheyrandi verkefnum þegar stækkunin hefur verið kláruð. Meira
Hækkun álverðs í nóvember mun að mestu ganga til baka og verður verð á alþjóðamörkuðum á bilinu 1.950 til 2.000 Bandaríkjadollarar um áramótin. Meira
Framkvæmdir við að reisa nýja byggingu við verksmiðju Norðuráls á Grundartanga hefjast nú í vetur og um 100 manns munu fá vinnu vegna þeirra. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri félagsins, í samtali við mbl.is. Meira
Það er afar sérkennilegur málflutningur hjá fjármálaráðherra að réttlæta skattheimtu á stóriðju vegna lágs gengis krónunnar, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda Meira
Raforkuskatturinn sem var settur á árið 2009 og áætlað var að félli niður í lok árs 2012 mun áfram vera í gildi fram til ársins 2018. Þetta staðfestir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við mbl.is. Segir hún tímabundnar aðstæður ríkissjóðs og erfiðleika í efnahagslífinu kalla á áframhaldandi skattheimtu. Meira
Samtök álframleiðenda saka stjórnvöld um að svíkja samkomulag sem gert var við ríkisstjórnina um greiðslu á nýjum raforkuskatti sem lagður er á hverja kílóvattsstund og um fyrirframgreiðslu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum fyrir árin 2013 til 2018. Meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík tilkynnti um uppsögn 13 starfsmanna í gær í kjölfar erfiðs rekstrar á árinu. Bæði Alcoa og Norðurál segja að ekki sé gert fyrir uppsögnum hjá þeim. Meira
Álverð hefur lækkað um 20% síðan það náði hámarki í byrjun mars á þessu ári. Kostar tonnið af áli nú um 1900 Bandaríkjadollara, en kostaði þá 2.353 dollara. Landsvirkjun hefur á síðustu árum markvisst minnkað álverðstengingu raforkusamninga og því hefur lækkunin núna minni áhrif en áður á fyrirtækið. Meira