Alec Baldwin áreittur af stuðningsmanni Palestínu

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP/Angela Weiss

Leikarinn Alec Baldwin lenti í leiðinlegu atviki þegar hann ætlaði að næla sér í kaffibolla á kaffihúsi í New York á mánudag.

Baldwin, sem var í miðju símtali, varð bylt við þegar stuðningsmaður Palestínu hóf að áreita hann, upp úr þurru.

Viðkomandi sýndi af sér ógnandi hegðun og beindi síma að andliti leikarans og heimtaði að Baldwin segði „frelsi Palestínu og f*** Ísrael“, sem hann gerði ekki. 

Baldwin reyndi að hunsa ófriðarsegginn sem gafst þó ekki auðveldlega upp.

Viðkomandi byrjaði að „yfirheyra“ leikarann um andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins, sem varð fyrir voðaskoti á tökusetti kvikmyndarinnar Rust árið 2021. 

Í byrjun hélt Baldwin ró sinni en bað starfsfólk kaffihússins um aðstoð við að fjarlægja viðkomandi eða hringja á lögregluna.

Leikarinn snöggreiddist þegar viðkomandi neitaði að láta hann í friði. 

Baldwin sló til hans sem varð til þess að stuðningsmaðurinn missti símann í gólfið. Upptaka af atvikinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg