Ósammála um lengd vopnahlés

Frá Gasa í dag. Fulltrúar Hamas sneru aftur til Egyptalands …
Frá Gasa í dag. Fulltrúar Hamas sneru aftur til Egyptalands fyrr í dag til að svara boði um fjörutíu daga vopnahlé. AFP

Áframhaldandi kröfur hryðjuverkasamtakanna Hamas, um viðvarandi vopnahlé á Gasa, hafa dregið úr vonum um að samkomulag náist um vopnahlé.

Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni innan úr ísraelska stjórnkerfinu sem kunnugur er gangi viðræðnanna.

„Hingað til þá hefur Hamas ekki gefið upp kröfur sínar um endalok stríðsins, sem tekur út möguleikann á að samkomulag náist,“ hefur AFP eftir embættismanninum, sem tjáði sig gegn því að hann nyti nafnleyndar.

Ekki samþykkt að binda enda á stríðið

Hafnar hann framkomnum fregnum um að Ísrael hafi samþykkt að binda enda á stríðið til að geta leyst gíslana úr haldi Hamas-samtakanna.

Fulltrúar Hamas sneru aftur til Egyptalands fyrr í dag til að svara boði um fjörutíu daga vopnahlé.

Stjórn­völd Egypta­lands, Kat­ar og Banda­ríkj­anna hafa síðustu mánuði reynt að koma á sam­komu­lagi milli Ísra­els og Ham­as, án ár­ang­urs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert