Potturinn gleymdist

Slökkvistörf gengu vel og verið er að reykræsta.
Slökkvistörf gengu vel og verið er að reykræsta. mbl.is/Anna Rún

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Funalind í Lindahverfi í Kópavogi fyrir skammri stundu.

Útkallið var vegna þess að húsráðendur höfðu gleymt potti á eldavél og mikinn reyk lagði frá honum. 

Blessunarlega gekk slökkviliðinu vel að slökkva eldinn og um kl hálfátta í kvöld var búið að ná tökum á honum og eru slökkviliðsmenn að reykræsta íbúðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert