Óvissa vegna nýrra takmarkana

Handagangur í öskjunni þegar sjómennirnir greiða fiskinn úr netunum. Meðafli …
Handagangur í öskjunni þegar sjómennirnir greiða fiskinn úr netunum. Meðafli sjávarspendýra við land hefur reynst mestur í netaveiðum. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Nýtt ákvæði í banda­rískri lög­gjöf, og vænt­an­leg fram­kvæmd þess, veld­ur mönn­um heila­brot­um víða um heim. Ákvæðið gæti haft áhrif á neta­veiðar hér á landi og jafn­vel lokað á út­flutn­ing fiskaf­urða til Banda­ríkj­anna. Fátt er um svör þegar eft­ir þeim er leitað.

Um­rætt ákvæði, í lög­um um vernd­un sjáv­ar­spen­dýra, hef­ur valdið mik­illi óvissu hjá fiskút­flytj­end­um hér á Íslandi og í Evr­ópu. „Það eru all­ir eitt spurn­ing­ar­merki,“ seg­ir Bryn­hild­ur Bene­dikts­dótt­ir, sér­fræðing­ur at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins á sviði auðlinda­nýt­ing­ar.

Ákvæðinu var bætt í lög­in á síðasta ári, en í því felst að upp­runa­lönd sjáv­ar­af­urða sem flutt­ar eru til lands­ins verða að vera með sömu eða sam­bæri­leg­ar regl­ur og Banda­rík­in um vernd­un sjáv­ar­spen­dýra við veiðar eða fisk­eldi, til að fá aðgang að Banda­ríkja­markaði.

„Við erum með þessar takmarkanir í augsýn núna og það …
„Við erum með þess­ar tak­mark­an­ir í aug­sýn núna og það er ljóst að mjög um­fangs­mik­il vinna er fram und­an.“ mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Bæta þarf skrán­ingu meðafla eft­ir ra­f­rænu afla­bæk­urn­ar

Bryn­hild­ur seg­ir það brýnt að fá grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um hvað þetta orðalag hafi í för með sér, þó að ákvæðið taki ekki gildi fyrr en 1. janú­ar 2022.

„Spurn­ing­in er „sömu eða sam­bæri­leg­ar“ – hvað felst í þessu?“ seg­ir Bryn­hild­ur og bæt­ir við að hingað til hafi ekki feng­ist grein­argóð svör um hvað átt sé við.

„Við vit­um nátt­úru­lega fyr­ir fram að það þarf að bæta skrán­ingu hér á landi um meðafla sjáv­ar­spen­dýra, því hún er ekki góð eft­ir að ra­f­rænu afla­bók­un­um var komið á fót. Þá mun þurfa aukn­ar haf­rann­sókn­ir til að meta stofn­stærðir þess­ara sjáv­ar­spen­dýra sem koma hér í net eða önn­ur veiðarfæri, því að þetta hlýt­ur auðvitað að byggja á því hvort meðafl­inn sé lít­ill eða mik­ill miðað við stofn­stærðina,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Stærst­ur hluti veiðist í net

„Síðan er spurn­ing hvort breyta þurfi veiðarfær­um eða hvort taka þurfi upp ein­hvers kon­ar fæl­ur eða svæðis­lok­an­ir, til að draga úr þessu. Það vit­um við ekki fyrr en við erum kom­in með betri upp­lýs­ing­ar.“

Þá væri enn frem­ur hægt að leggja mat á það hvort meðafl­inn er bund­inn við ein­hver svæði eða til­tek­inn árs­tíma.

„Við vit­um þegar til að mynda að stærst­ur hluti þess meðafla sem Haf­rann­sókna­stofn­un áætl­ar veiðist í net. En það svar mun ekki duga gagn­vart Banda­ríkja­mönn­um. Við vit­um að þeir munu krefja okk­ur um frek­ari upp­lýs­ing­ar.“

Ítar­legra viðtal við Bryn­hildi og um­fjöll­un um þetta má finna á síðu 62 í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg
27.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.216 kg
Þorskur 774 kg
Steinbítur 182 kg
Keila 50 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg
27.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.216 kg
Þorskur 774 kg
Steinbítur 182 kg
Keila 50 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.225 kg

Skoða allar landanir »