Neikvæð samlegðaráhrif og hætta á laxalús

Segir í áliti stofnunarinnar að hún telji að fyrirhugað eldi …
Segir í áliti stofnunarinnar að hún telji að fyrirhugað eldi muni koma til með að hafa neikvæð samlegðaráhrif með fyrirhuguðu eldi Laxa fiskeldis í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 20.800 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Telur stofnunin að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs laxeldis séu á ástand sjávar og botndýralíf, auk aukinnar hættu á að fisksjúkdómar og laxalús berist í villta laxfiska og mögulegrar erfðablöndunar.

Þetta kemur fram í áliti sem stofnunin gerði opinbert síðdegis í dag, en um er að ræða áform fyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða. Segir í áliti stofnunarinnar að hún telji að fyrirhugað eldi muni koma til með að hafa neikvæð samlegðaráhrif með fyrirhuguðu eldi Laxa fiskeldis í Fáskrúðsfirði.

Eldið muni þá einnig hafa neikvæð samlegðaráhrif með öðru fyrirhuguðu eldi á Austfjörðum á villta laxastofna með tilliti til erfðablöndunar, villta laxfiska með tilliti til laxalúsar, og á landslag og ásýnd.

Sérstaklega styrktar kvíar

Í mati sem fyrirtækið gaf út í október kom fram að fyrirhugað væri að laxinn yrði ræktaður í „mjög öfl­ug­um“ sjókví­um, en þær eru 50 metr­ar í þver­mál og 160 metr­ar að um­máli. Þær eru að sögn hannaðar til að þola út­hafs­öldu bet­ur og um leið hag­stæðari í rekstri en smærri kví­ar. Fisk­ur­inn þríf­ist einnig bet­ur.

„Eldisk­ví­arn­ar eru sér­stak­lega styrkt­ar til að þola allt að 5 metra öldu­hæð og ís­ingu,“ seg­ir í mat­inu.

Kví­arn­ar verða sam­tals 24 fyr­ir hvern seiðaár­gang og 10 til 20 kví­ar verða fest­ar sam­an í þyrp­ingu.

„Eld­isnót­in verður 20 m djúp og er rými nót­ar 45 þúsund rúm­metr­ar.“

Í mati fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur fram að öll áhrif á fram­kvæmda­tíma séu met­in aft­ur­kræf. „Rekst­ur fisk­eld­is­ins er hugsaður til ótil­greindr­ar framtíðar og áhrif vara á meðan hon­um stend­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »