Meiri virðing fyrir vísindunum

Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir að svo virðist sem veiðarn­ar á nýliðnu fisk­veiðiári hafi gengið vel, enda út­gerðir al­mennt að klára afla­heim­ild­ir sín­ar í helstu teg­und­un­um. Í sam­tali við 200 míl­ur seg­ir hann það ánægju­efni að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi af­greitt ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar, um afla­heim­ild­ir nýhaf­ins fisk­veiðiárs, til­tölu­lega hratt og án breyt­inga.

„Hún hef­ur nátt­úr­lega síðustu árin og bráðum ára­tug­ina farið óbreytt í gegn. Auðvitað er alltaf ein­hver þrýst­ing­ur til staðar og freist­ing til að víkja frá henni, en svona al­mennt talað hafa menn orðið trú á vís­ind­un­um á bak við ráðgjöf­ina. Að sjálf­sögðu erum við ekki óskeik­ul, frek­ar en aðrir, en þetta er það besta sem við höf­um til að miða við,“ seg­ir Sig­urður.

„Ef maður spyr menn hvort þeir vilji snúa til baka, þá er svarið mjög af­drátt­ar­laust „nei“,“ bæt­ir hann við, létt­ur í bragði. „Menn bera meiri virðingu fyr­ir vís­ind­un­um.“

Kald­ari sjór til bjarg­ar humri?

Slæm staða humarstofns­ins hef­ur vakið at­hygli síðustu miss­eri, og seg­ir Sig­urður teg­und­ina í erfiðri stöðu hér við land.

„Það vant­ar inn í stofn­inn nýliðun og það er áhyggju­efni. Þetta er hæg­vaxta dýr þannig að þegar það vant­ar nokkra ár­ganga af nýliðun þá erum við orðin svo­lítið áhyggju­full. Óvenju­hlýtt hef­ur verið við landið síðustu árin og það gæti hafa haft áhrif á nýliðun­ina hjá humr­in­um. Nú er sjór­inn tek­inn að kólna aft­ur, bæði á síðasta ári og nú í ár, og það er spurn­ing hvort sú breyt­ing geti hjálpað hon­um að ná sér aft­ur á strik. En við vit­um það ekki,“ seg­ir Sig­urður og bend­ir á að vel sé fylgst með hita­stigi sjáv­ar hér við land.

„Ef frá eru tal­in þessi tvö síðustu ár þá hef­ur sjór­inn við Ísland aldrei verið hlýrri frá upp­hafi mæl­inga. Það er ekk­ert flókn­ara en það.“

Mik­il­vægt að fylgj­ast vel með

Veiðar á mik­il­væg­um teg­und­um eiga mikið und­ir því að sjór­inn á Íslands­miðum hald­ist kald­ur, en á sama tíma hef­ur hlýn­un­in valdið því að suðrænni teg­und­ir sækja norður í aukn­um mæli.

„Við höf­um nátt­úr­lega fengið hingað teg­und­ir að sunn­an, þar sem munað hef­ur mest um mak­ríl­inn. Ýsan er orðin mun meiri en hún var fyr­ir norðan og svo hef­ur skötu­sel­ur­inn náð að breiða vel úr sér.“

Á sama tíma er loðnan, kald­sjáv­ar­teg­und, í miklu basli að sögn Sig­urðar. „Hún er greini­lega kom­in miklu norðar en hún var, en hún er mjög mik­il­væg sem fæða fyr­ir botn­fiska á borð við þorsk. Í þess­um efn­um gæt­um við farið að sjá mikl­ar breyt­ing­ar í framtíðinni og því mik­il­vægt að fylgj­ast vel með. Þess­ar breyt­ing­ar í sjón­um eru að hafa áhrif á líf­ríkið og munu koma til með að hafa áhrif næstu árin sömu­leiðis.“

Erfitt að sjá fyr­ir af­leiðing­ar

Stór hluti rann­sókna stofn­un­ar­inn­ar bein­ist að vökt­un á helstu nytja­stofn­um í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, enda mik­il verðmæti að veði. Ásamt því að fylgj­ast með hlýn­un sjáv­ar­ins er einnig fylgst með súrn­un hans, en það er þegar sýru­stig hafs­ins lækk­ar af völd­um upp­töku kolt­ví­sýr­ings úr and­rúms­loft­inu.

„Við höf­um fylgst með því og mælt kol­efn­is­bú­skap­inn í haf­inu, sem ræður sýru­stig­inu, og það er ljóst að hafið er að súrna. Kolt­ví­sýr­ing­ur end­ar í sí­fellt aukn­um mæli í haf­inu og hann hef­ur þessi áhrif, en mjög erfitt er að sjá ná­kvæm­lega fyr­ir af­leiðing­ar þessa, það er hvað muni ger­ast,“ seg­ir hann.

„Við vís­inda­menn­irn­ir þekkj­um ekki nógu vel þau ferli þar sem áhrif­anna kann að gæta sem mest, svo sem svif­dýra­bú­skap­inn. Þar þarf að gera miklu meiri rann­sókn­ir og bein­lín­is leggj­ast í til­raun­ir á rann­sókn­ar­stofu, til að ráða í mögu­lega framtíð.“

Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu þar sem Hafransóknarstofnun er til húsa.
Sjáv­ar­út­vegs­húsið við Skúla­götu þar sem Hafran­sókn­ar­stofn­un er til húsa. mbl/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »