Meiri virðing fyrir vísindunum

Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að svo virðist sem veiðarnar á nýliðnu fiskveiðiári hafi gengið vel, enda útgerðir almennt að klára aflaheimildir sínar í helstu tegundunum. Í samtali við 200 mílur segir hann það ánægjuefni að sjávarútvegsráðherra hafi afgreitt ráðgjöf stofnunarinnar, um aflaheimildir nýhafins fiskveiðiárs, tiltölulega hratt og án breytinga.

„Hún hefur náttúrlega síðustu árin og bráðum áratugina farið óbreytt í gegn. Auðvitað er alltaf einhver þrýstingur til staðar og freisting til að víkja frá henni, en svona almennt talað hafa menn orðið trú á vísindunum á bak við ráðgjöfina. Að sjálfsögðu erum við ekki óskeikul, frekar en aðrir, en þetta er það besta sem við höfum til að miða við,“ segir Sigurður.

„Ef maður spyr menn hvort þeir vilji snúa til baka, þá er svarið mjög afdráttarlaust „nei“,“ bætir hann við, léttur í bragði. „Menn bera meiri virðingu fyrir vísindunum.“

Kaldari sjór til bjargar humri?

Slæm staða humarstofnsins hefur vakið athygli síðustu misseri, og segir Sigurður tegundina í erfiðri stöðu hér við land.

„Það vantar inn í stofninn nýliðun og það er áhyggjuefni. Þetta er hægvaxta dýr þannig að þegar það vantar nokkra árganga af nýliðun þá erum við orðin svolítið áhyggjufull. Óvenjuhlýtt hefur verið við landið síðustu árin og það gæti hafa haft áhrif á nýliðunina hjá humrinum. Nú er sjórinn tekinn að kólna aftur, bæði á síðasta ári og nú í ár, og það er spurning hvort sú breyting geti hjálpað honum að ná sér aftur á strik. En við vitum það ekki,“ segir Sigurður og bendir á að vel sé fylgst með hitastigi sjávar hér við land.

„Ef frá eru talin þessi tvö síðustu ár þá hefur sjórinn við Ísland aldrei verið hlýrri frá upphafi mælinga. Það er ekkert flóknara en það.“

Mikilvægt að fylgjast vel með

Veiðar á mikilvægum tegundum eiga mikið undir því að sjórinn á Íslandsmiðum haldist kaldur, en á sama tíma hefur hlýnunin valdið því að suðrænni tegundir sækja norður í auknum mæli.

„Við höfum náttúrlega fengið hingað tegundir að sunnan, þar sem munað hefur mest um makrílinn. Ýsan er orðin mun meiri en hún var fyrir norðan og svo hefur skötuselurinn náð að breiða vel úr sér.“

Á sama tíma er loðnan, kaldsjávartegund, í miklu basli að sögn Sigurðar. „Hún er greinilega komin miklu norðar en hún var, en hún er mjög mikilvæg sem fæða fyrir botnfiska á borð við þorsk. Í þessum efnum gætum við farið að sjá miklar breytingar í framtíðinni og því mikilvægt að fylgjast vel með. Þessar breytingar í sjónum eru að hafa áhrif á lífríkið og munu koma til með að hafa áhrif næstu árin sömuleiðis.“

Erfitt að sjá fyrir afleiðingar

Stór hluti rannsókna stofnunarinnar beinist að vöktun á helstu nytjastofnum í íslenskum sjávarútvegi, enda mikil verðmæti að veði. Ásamt því að fylgjast með hlýnun sjávarins er einnig fylgst með súrnun hans, en það er þegar sýrustig hafsins lækkar af völdum upptöku koltvísýrings úr andrúmsloftinu.

„Við höfum fylgst með því og mælt kolefnisbúskapinn í hafinu, sem ræður sýrustiginu, og það er ljóst að hafið er að súrna. Koltvísýringur endar í sífellt auknum mæli í hafinu og hann hefur þessi áhrif, en mjög erfitt er að sjá nákvæmlega fyrir afleiðingar þessa, það er hvað muni gerast,“ segir hann.

„Við vísindamennirnir þekkjum ekki nógu vel þau ferli þar sem áhrifanna kann að gæta sem mest, svo sem svifdýrabúskapinn. Þar þarf að gera miklu meiri rannsóknir og beinlínis leggjast í tilraunir á rannsóknarstofu, til að ráða í mögulega framtíð.“

Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu þar sem Hafransóknarstofnun er til húsa.
Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu þar sem Hafransóknarstofnun er til húsa. mbl/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka