Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Sveiflur hafa ávallt einkennt umhverfi sjávarútvegins, segir Gunnþór Ingvason.
Sveiflur hafa ávallt einkennt umhverfi sjávarútvegins, segir Gunnþór Ingvason.

Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir.

Styrking krónu, sveiflur á mörkuðum, þensla á vinnumarkaði og hækkandi launakröfur kalla á aukna sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi, þar sem einingum mun fækka og þær sem eftir standa munu stækka. Þetta segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Í samtali við 200 mílur um gang veiða og vinnslu á nýloknu fiskveiðiári segir Gunnþór að vel hafi gengið á árinu. „Enda held ég að flestir séu að komast í höfn með sinn kvóta. Sterk króna og verðlækkanir á mörkuðum eru þó vissulega að setja mark sitt á rekstrarskilyrði í greininni,“ segir Gunnþór.

Beitir að veiðum. Nást þarf aukin aukinni framleiðni við veiðar …
Beitir að veiðum. Nást þarf aukin aukinni framleiðni við veiðar til að geta hækkað laun þeirra sem þær stunda, segir Gunnþór. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Lokun Rússlands áhrifamikil

„Við megum ekki gleyma því að sveiflur hafa ávallt einkennt umhverfi íslensks sjávarútvegs og við erum að koma úr árferði sem hefur verið okkur hagfellt síðustu ár. Nú eru aðstæður að snúast og bregðast þarf við því,“ bætir hann við.

„Hjá okkur erum við að sjá hvað mesta verðlækkun á síldarmörkuðum, en verðið hefur verið mjög lélegt eftir að Rússlandsmarkaður lokaði á okkur,“ segir hann og bendir á að dregið hafi mjög úr framleiðslu og útflutningi á loðnu til Austur-Evrópu.

„Það er enginn markaður til staðar fyrir hana annars staðar, þannig að stærri hluti loðnunnar fer í mjöl og lýsisvinnslu. Rússland hefur lengi verið einn stærsti síldarmarkaður í heimi, þannig að í þessu hefur lokun hans einnig mikil áhrif.“

Sama gjald fyrir sama fiskinn

Atvinnuveganefnd Alþingis lagði í vor fram frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að veiðigjöld í sjávarútvegi yrðu endurútreiknuð vegna versnandi afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sérstaklega yrði horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja við útreikninginn, sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, í samtali við 200 mílur í lok maí. Ekki varð frumvarpið að lögum og því eru veiðigjöldin enn óbreytt – og há, að mati Gunnþórs.

„Sú staðreynd er öllum ljós að veiðigjöldin eru orðin mjög há. Veiðigjöld eru orðin um 13% af aflaverðmæti ísfisktogara, eða næststærsti gjaldaliður á eftir launum. Þegar við erum farin að horfa upp á þrettán prósent af aflaverðmæti hverfa í veiðigjöld þá er það ansi hátt hlutfall. Þá er alveg sama hvort útgerðin er stór, meðalstór eða lítil. Veiðigjöld þurfa að taka mið af afkomu tegunda og vera með þeim hætti að allir greiði sama gjald fyrir sama fiskinn.“

Bjarni Ólafsson AK að veiðum. Loðna, síld og makríll eru …
Bjarni Ólafsson AK að veiðum. Loðna, síld og makríll eru stofnar sem mikið eru nýttir fyrir austan. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Efla þurfi markaðsstarfið

Spurður um helstu áskoranir sem blasi við sjávarútvegi um þessar mundir nefnir hann í fyrsta lagi sterkt gengi, hækkandi olíuverð og launahækkanir, bæði í sjávarútvegi og í öðrum atvinnugreinum.

„Laun hafa hækkað á Íslandi að undanförnu, töluvert umfram helstu samkeppnisþjóðir okkar, og í því felst mikil áskorun sem við þurfum að mæta. Sömuleiðis er ljóst að við þurfum að efla markaðsstarf, en þar tel ég að fyrirtækin geti unnið meira saman við að verja hagsmuni okkar á erlendri grundu.“

Á sama tíma sé ljóst að laun sjómanna hafi lækkað mikið í kjölfar verðlækkana erlendis og styrkingar krónunnar. Þensla á vinnumarkaði valdi því að erfiðara sé að fá fólk til vinnu í dag en áður.

„Ef fram heldur sem horfir í þeim efnum verður það áskorun að manna sum af fiskiskipum flotans. Því þurfa menn að ná aukinni framleiðni við veiðar til að geta hækkað laun þeirra sem þær stunda. Það verður ekki gert nema með aukinni sjálfvirknivæðingu og öflugri skipum með góðan aðbúnað fyrir sjómenn,“ segir Gunnþór.

„Breytt rekstrarumhverfi með sterkari krónu, hækkun kostnaðarliða og sífellt auknum kröfum um skattheimtu af greininni kallar á aukna framleiðni í greininni.“

Hefur fulla trú á framtíðinni

Gunnþór leggur áherslu á að hann telji íslenskan sjávarútveg öflugan og ljóst sé að mikil framþróun hafi átt sér stað hjá vinnslum í landi.

„Með aukinni tæknivæðingu hafa orðið til öflug tæknifyrirtæki í kringum greinina, til dæmis Skaginn 3X, Marel og Valka, ásamt fjölda annarra tæknifyrirtækja sem eru mjög framarlega á sínu sviði. Þrátt fyrir fækkun beinna starfa í sjávarútvegi hafa orðið til önnur og verðmætari störf í tæknifyrirtækjunum, sem eru komin á fullt í útflutning á þekkingu sinni. Þannig að þrátt fyrir þessar áskoranir sem við blasa hef ég fulla trú á framtíðinni.“

Viðtalið birt­ist fyrst í sér­stöku sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem fylgdi blaðinu laug­ar­dag­inn 1. sept­em­ber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »